Skoðanakönnun um sorphirðu í dreifbýli 2022
Málsnúmer 2206135
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 2. fundur - 27.06.2022
Vísað frá 1. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 16. júní 2022 þannig bókað.
Ákveðið er að gera rafræna skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð. Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verða fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað. Í aðdraganda skoðunarkönnunar verður sendur út upplýsingabæklingur á hvert heimili í dreifbýli Skagafjarðar. Áætlað er að kynning hefjist í síðustu viku júnímánaðar og rafræn skoðanakönnun í beinu framhaldi. Íbúafundir verða haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi og þeim streymt. Upplýsingar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd finnst ánægjulegt að verið sé að stíga þetta skref í bættri grunnþjónustu úrgangsmála í dreifbýli Skagafjarðar og samþykkir að vísa málinu til staðfestingar sveitarstjórnar. Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atv. og menn. - í kynningarmálum sat þennan lið.
Sveinn Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon tóku til máls.
Ákvörðun um rafræna skoðanakönnun íbúa í dreifbýli borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Ákveðið er að gera rafræna skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð. Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verða fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað. Í aðdraganda skoðunarkönnunar verður sendur út upplýsingabæklingur á hvert heimili í dreifbýli Skagafjarðar. Áætlað er að kynning hefjist í síðustu viku júnímánaðar og rafræn skoðanakönnun í beinu framhaldi. Íbúafundir verða haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi og þeim streymt. Upplýsingar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd finnst ánægjulegt að verið sé að stíga þetta skref í bættri grunnþjónustu úrgangsmála í dreifbýli Skagafjarðar og samþykkir að vísa málinu til staðfestingar sveitarstjórnar. Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atv. og menn. - í kynningarmálum sat þennan lið.
Sveinn Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon tóku til máls.
Ákvörðun um rafræna skoðanakönnun íbúa í dreifbýli borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd - 2. fundur - 20.07.2022
Íbúafundir til undirbúnings skoðanakönnunar voru haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi mánudaginn 4. júlí. Um 15 manns mættu á fundinn í Varmahlíð og um 30 voru með í streymi. Á Hofsósi mættu 30 manns og svipaður fjöldi í streymi.Í dag hafa um 600 manns horft á fundinn í Varmahlíð og 365 manns horft á fundinn á Hofsósi.
Niðurstöður skoðanakönnunar er eftirfarandi:
Fjöldi á kjörskrá: 671
Fjöldi greiddra atkvæða: 171
Kosningaþátttaka: 25%
Valkostur 1 | íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu: 62 atkvæði | Hlutfall 36%
Valkostur 2 | Heimilissorp sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar: 109 atkvæði | Hlutfall 64%.
Á grundvelli niðurstöðu könnunarinnar samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að valkostur 2 verði notaður við gerð komandi útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði. Það er afar mikilvægt að stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, dregið sé úr urðun og urðun lífbrjótanlegs úrgangs hætti. Nefndin telur það einnig ótvíræðan kost að það sé samræming í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Nefndin hefði gjarnan viljað sjá meiri þátttöku en þakkar þeim sem tóku þátt og nýttu rétt sinn til að hafa áhrif á þróun mála.
Niðurstöður skoðanakönnunar er eftirfarandi:
Fjöldi á kjörskrá: 671
Fjöldi greiddra atkvæða: 171
Kosningaþátttaka: 25%
Valkostur 1 | íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu: 62 atkvæði | Hlutfall 36%
Valkostur 2 | Heimilissorp sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar: 109 atkvæði | Hlutfall 64%.
Á grundvelli niðurstöðu könnunarinnar samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að valkostur 2 verði notaður við gerð komandi útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði. Það er afar mikilvægt að stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, dregið sé úr urðun og urðun lífbrjótanlegs úrgangs hætti. Nefndin telur það einnig ótvíræðan kost að það sé samræming í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Nefndin hefði gjarnan viljað sjá meiri þátttöku en þakkar þeim sem tóku þátt og nýttu rétt sinn til að hafa áhrif á þróun mála.
Í aðdraganda skoðunarkönnunar verður sendur út upplýsingabæklingur á hvert heimili í dreifbýli Skagafjarðar. Áætlað er að kynning hefjist í síðustu viku júnímánaðar og að rafræn skoðanakönnun í beinu framhaldi. Íbúafundir verða haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi og þeim streymt. Upplýsingar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd finnst ánægjulegt að verið sé að stíga þetta skref í bættri grunnþjónustu úrgangsmála í dreifbýli Skagafjarðar og samþykkir að vísa málinu til staðfestingar sveitarstjórnar.
Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atv. og menn. - í kynningarmálum sat þennan lið.