Umhverfis- og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Skoðanakönnun um sorphirðu í dreifbýli 2022
Málsnúmer 2206135Vakta málsnúmer
2.Útboð á sorphirðu í Skagafirði 2022
Málsnúmer 2010077Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja drög að verklýsingu fyrir útboð á sorphirðu í Skagafirði 2023 - 2027.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að sjá um áframhaldandi vinnu við gerð útboðs og verklýsingar með það að markmiði að útboðsgögn verði tilbúin til auglýsingar í byrjun ágúst.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að sjá um áframhaldandi vinnu við gerð útboðs og verklýsingar með það að markmiði að útboðsgögn verði tilbúin til auglýsingar í byrjun ágúst.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Niðurstöður skoðanakönnunar er eftirfarandi:
Fjöldi á kjörskrá: 671
Fjöldi greiddra atkvæða: 171
Kosningaþátttaka: 25%
Valkostur 1 | íbúar í dreifbýli Skagafjarðar skili flokkuðu heimilissorpi á móttökustöðvar í sveitarfélaginu: 62 atkvæði | Hlutfall 36%
Valkostur 2 | Heimilissorp sótt á öll lögheimili í dreifbýli Skagafjarðar: 109 atkvæði | Hlutfall 64%.
Á grundvelli niðurstöðu könnunarinnar samþykkir Umhverfis- og samgöngunefnd að valkostur 2 verði notaður við gerð komandi útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði. Það er afar mikilvægt að stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, dregið sé úr urðun og urðun lífbrjótanlegs úrgangs hætti. Nefndin telur það einnig ótvíræðan kost að það sé samræming í sorphirðu innan sveitarfélagsins. Nefndin hefði gjarnan viljað sjá meiri þátttöku en þakkar þeim sem tóku þátt og nýttu rétt sinn til að hafa áhrif á þróun mála.