Fara í efni

Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á Hólum

Málsnúmer 2207159

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023

Vísað er til 3. fundar byggðarráðs Skagafjarðar um samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum (mál nr. 2206286) þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, komu til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.

Háskólinn á Hólum sendi í kjölfar fundarins sveitarfélaginu erindi dags. 13.07.2022 þar sem þess var farið á leit við sveitarfélagið að það leiti að heppilegri lóð á Sauðárkróki fyrir uppbyggingu rannsókna- og kennsluaðstöðu fiskeldis-, og fiskalíffræðideildar á Hólum. Í erindinu sem er fyrirliggjandi á fundinum og sem nefndarmenn hafa kynnt sér kemur fram grófleg þarfagreining. Í henni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri stærð húsnæðis skólans og skiptingu þess til nánar tilgreindra nota. Þar er einnig gerð grein fyrir þörf fyrir raforku, heitt og kalt vatn og sjóveitu.

Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið bent á að 1,5-2 hektara landssvæði austan við Borgarflöt 31, sem liggur samsíða Strandveginum í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, geti verið heppilegt undir framangreinda starfsemi. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor hefur f.h. Háskólans á Hólum, með umsókn dags. 21.01. 2023, sem liggur fyrir á fundinum, sótt um að fá úthlutaða lóð austan við Borgarflöt 31.

Nefndin telur að málefnaleg rök séu til þess að veita vilyrði fyrir umbeðinni lóð; Starfsemi sem þar yrði hýst sé til þess fallin að auðga samfélagið í Skagafirði og draga að vel menntað starfsfólk og samstarfsaðila úr ýmsum starfsgreinum og vera segull á nýsköpunarstarfsemi. Þannig geti fyrirhuguð starfsemi stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Með vísan til 8. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða gerir skipulagsnefnd tillögu um að sveitarstjórn veiti Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildi í 12 mánuði frá samþykki sveitarfélagsins á tillögu þessari. Endanleg úthlutun fari fram að fengnu endanlegu samþykki sveitarstjórnar og umsækjanda, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu og viðræðum um lóðarleiguskilmála, þ.m.t. um lóðagjöld og kostnað við tenginu lóðar við veitur.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Vísað frá 17. fundi skipulagsnefndar frá 26. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Vísað er til 3. fundar byggðarráðs Skagafjarðar um samstarf sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum (mál nr. 2206286) þar sem fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, komu til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans.

Háskólinn á Hólum sendi í kjölfar fundarins sveitarfélaginu erindi dags. 13.07.2022 þar sem þess var farið á leit við sveitarfélagið að það leiti að heppilegri lóð á Sauðárkróki fyrir uppbyggingu rannsókna- og kennsluaðstöðu fiskeldis-, og fiskalíffræðideildar á Hólum. Í erindinu sem er fyrirliggjandi á fundinum og sem nefndarmenn hafa kynnt sér kemur fram grófleg þarfagreining. Í henni er gerð grein fyrir fyrirhugaðri stærð húsnæðis skólans og skiptingu þess til nánar tilgreindra nota. Þar er einnig gerð grein fyrir þörf fyrir raforku, heitt og kalt vatn og sjóveitu.

Af hálfu sveitarfélagsins hefur verið bent á að 1,5-2 hektara landssvæði austan við Borgarflöt 31, sem liggur samsíða Strandveginum í iðnaðarhverfinu á Sauðárkróki, geti verið heppilegt undir framangreinda starfsemi. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor hefur f.h. Háskólans á Hólum, með umsókn dags. 21.01. 2023, sem liggur fyrir á fundinum, sótt um að fá úthlutaða lóð austan við Borgarflöt 31.

Nefndin telur að málefnaleg rök séu til þess að veita vilyrði fyrir umbeðinni lóð; Starfsemi sem þar yrði hýst sé til þess fallin að auðga samfélagið í Skagafirði og draga að vel menntað starfsfólk og samstarfsaðila úr ýmsum starfsgreinum og vera segull á nýsköpunarstarfsemi. Þannig geti fyrirhuguð starfsemi stuðlað að aukinni og fjölbreyttari atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Með vísan til 8. gr. reglna sveitarfélagsins um úthlutun lóða gerir skipulagsnefnd tillögu um að sveitarstjórn veiti Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildi í 12 mánuði frá samþykki sveitarfélagsins á tillögu þessari. Endanleg úthlutun fari fram að fengnu endanlegu samþykki sveitarstjórnar og umsækjanda, að lokinni nauðsynlegri skipulagsvinnu og viðræðum um lóðarleiguskilmála, þ.m.t. um lóðagjöld og kostnað við tenginu lóðar við veitur."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að veita Háskólanum á Hólum vilyrði fyrir allt að 15.520 m2 lóð á framangreindu svæði og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðarblað fyrir hana, að höfðu samráði við umsækjanda varðandi stærð lóðar og staðsetningu. Vilyrðið gildir í 12 mánuði frá 15. febrúar 2023.

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.

Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
a)
Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
b)
Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
c)
Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 11.01.2024

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 14.12.2023 og þá eftirfarandi bókað:
„Á 10. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.02.2023 var samþykkt að veita Háskólanum á Hólum vilyrði, á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, fyrir 15.520 m2 lóð austan við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði. Vilyrðið mun renna út hinn 15.02 2024, sbr. grein 8.3 úthlutunarreglnanna.
Á grundvelli vilyrðisins hefur rektor Háskólans á Hólum nú óskað eftir að hluta framangreindrar lóðar, allt að 3450 m2, verði úthlutað skólanum undir 500-600 m2 hús, svokallað frumhús, og að nýtt vilyrði verði gefið skólanum um úthlutun lóðarinnar að öðru leyti. Ráðgerir skólinn að sækja um að þeim hluta verði úthlutað undir allt að 5.000 m2 framtíðarhúsnæði skólans á Sauðárkróki, sem verði nýtt fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og fiskalíffærði. Auk þess eru hugmyndir um að húsnæðið geti rúmað nýsköpunarsetur og aðstöðu fyrir fyrirtæki sem tengjast lagareldisiðnaðinum.
Fyrirliggjandi eru eftirfarandi skjöl:
Skýrsla dags. 14.03. 2023 um húsnæðisþörf fiskeldis- og fiskalíffræðideildar.
Ófullgerðir uppdrættir í vinnslu; afmörkun heildarlóðar dags. 20.01. 2023, afstöðumynd og ásýndir dags. 21.03. 2023.
Fyrstu drög að mögulegri áfangaskiptingu.
Erindi frá rektor Háskólans á Hólum dags. 12.12. 2023 ásamt formlegri umsókn um byggingarlóð.

Skipulagsfulltrúi gerir grein fyrir fyrstu drögum að heildarskipulagi lóðar, þ.m.t. mögulegri skiptingu hennar sem miðast við að lóðarúthlutun fari fram í áföngum, eftir því sem fyrirhugaðri uppbyggingu vindur fram, ef áætlanir ganga eftir. Bendir skipulagsfulltrúi sérstaklega á að staðsetning svokallað frumhúss geti haft afgerandi áhrif á nýtingu heildarlóðarinnar að öðru leyti, bæði hvernig hún verði nýtt vestan við svokallað frumhús og hvernig lóðin nýtist í austur í átt að gatnamótum Sauðárkróksbrautar og Strandvegar. Umræður urðu um framkomin gögn.
Reiknað er með að nefndin fundi aftur um málið áður en sveitarstjórn kemur næst saman saman til þess að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að vinna, að höfðu frekara samráði við umsækjanda, eftirfarandi fyrir næsta fund nefndarinnar, sem ráðgerður er hinn 11. janúar 2024:
a) Lóðarblað fyrir heildarlóðina.
b) Tillögu um afmörkun þess lóðarhluta (stærð og staðsetning), sem ætlaður er undir svokallað frumhús.
c) Notkunarskilmála fyrir lóðarhlutann um leyfða starfsemi, nýtingarhlutfall og aðrar upplýsingar, s.s. stærð byggingarreits, aðkoma, stærð og lögun mannvirkis, þakgerð og mænisstefna, sem nauðsynlegar eru til þess að láta fylgja tillögu að grenndarkynningu. Meðal notkunarskilmála verði samkomulag um greiðslu fyrir aðgang að sjóveitu.
Að fengnum framangreindum gögnum ráðgerir nefndin að taka endanlega ákvörðun á næsta fundi um úthlutun lóðarhlutans, framkomna beiðni um lóðarvilyrði og tillögu um grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu Háskólans á Hólum innan Skagafjarðar.“

Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Háskólans á Hólum komu á fund skipulagsnefndar og fóru yfir fyrirhuguð uppbyggingarplön skólans á svæðinu.
Lagt fram lóðarblað með skilmálum og greinargerð dags. 10.01.2024 unnið á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Magnúsi Frey Gíslason. Samkvæmt lóðarblaðinu er gert ráð fyrir að s.k. frumhús verði nokkuð stærra og þ.a.l. plássfrekara en rætt var á áðurgreindum fundi nefndarinnar 14.12. 2023. Er gert ráð fyrir að frumhúsið verði allt að 1.300 m2 og sá lóðarhluti (lóðarhluti 1) sem fari undir það hús verði 5.197 m2 af þeim 11.626 m2 sem nú er til úthlutunar skv. lóðarblaðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að lóðinni verði úthlutað til Háskólans á Hólum. Þar sem skilmálar eru ekki frágengnir varðandi sjóveitu, þ.m.t. um tengi- og notkunargjald gerir nefndin þá tillögu til sveitarstjórnar að endanleg úthlutun verði staðfest að loknu samkomulagi sveitarfélagsins og Háskólans á Hólum um sjóveituna. Eftir úthlutunina standa 3.894 m2 óúthlutaðir af þeirri heildarlóð sem Háskólinn á Hólum fékk vilyrði fyrir hinn 15.02. 2023, sbr. áður. Nefndin frestar að taka afstöðu til þess hvort skólanum skuli veitt vilyrði fyrir úthlutun þessa hluta heildarlóðarinnar svo sem skólinn óskaði eftir í desember.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skólanum ákvarðanir nefndarinnar, upplýsa hann um gjaldtöku af úthlutaðri lóð og kalla eftir frekari gögnum frá Háskólanum á Hólum.

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Þann 07.02.2024 barst formlegt erindi frá Hólmfríði Sveinsdóttur rektors Háskólans á Hólum um að framlengja vilyrðið fyrir lóðarúthlutun til Háskólans um 6 mánuði.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði um umbeðna 6 mánuði eða til og með 07.08.2024.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Bókun 44. fundar skipulagsnefndar frá 7. mars 2024.

"Þann 07.02.2024 barst formlegt erindi frá Hólmfríði Sveinsdóttur rektors Háskólans á Hólum um að framlengja vilyrðið fyrir lóðarúthlutun til Háskólans um 6 mánuði.Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framlengja umrætt vilyrði um umbeðna 6 mánuði eða til og með 07.08.2024."

Eeindið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.