Fara í efni

Beitarhólf innan þéttbýlis í sveitarfélaginu - þrifabeit

Málsnúmer 2208034

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 3. fundur - 15.08.2022

Innan þéttbýlis í sveitarfélaginu hefur lengi tíðkast að heimila hrossaeigendum að beita ýmis svæði sem annars færu í órækt og óþrif. Mest er um þetta á Sauðárkróki.
Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 4. fundur - 24.08.2022

Innan þéttbýlis í sveitarfélaginu hefur lengi tíðkast að heimila hrossaeigendum að beita ýmis svæði sem annars færu í órækt og óþrif. Mest er um þetta á Sauðárkróki.

Á fundi 3. Landbúnaðarnefndar þann 15.08.2022 var eftirfarandi bókun samþykkt:

Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau.

Nefndin felur sviðsstjóra í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og garðyrkjustjóra að vinna áfram að verkefninu.

Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.