Fara í efni

Ábending v lausagöngu búfjár

Málsnúmer 2208077

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 3. fundur - 15.08.2022

Lagt fram bréf sem barst 10. ágúst 2022 frá Kolbrúnu Grétarsdóttur varðandi ábendingu um lausagöngu búfjár í Blönduhlíð fremri. Búpeningur sé of mikið í lausagöngu og hafi verið valdur að bílslysum á Þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um Blönduhlíð. Þetta sé verulegt vandamál og telur bréfritari að nú sé komið að því að banna lausagöngu búfjár á vegum í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd skorar á landeigendur að sinna viðhaldi girðinga meðfram þjóðvegum og minnir á að Vegagerðin endurgreiðir kostnað við viðhald veggirðinga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 5. fundur - 08.09.2022

Lagt fram bréf sem barst 10. ágúst 2022 frá Kolbrúnu Grétarsdóttur varðandi ábendingu um lausagöngu búfjár í Blönduhlíð fremri. Búpeningur sé of mikið í lausagöngu og hafi verið valdur að bílslysum á Þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um Blönduhlíð. Þetta sé verulegt vandamál og telur bréfritari að nú sé komið að því að banna lausagöngu búfjár á vegum í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd fjallaði um málið á fundi sínum 15. ágúst síðastliðinn. Í bókun sinni skorar Landbúnaðarnefnd á landeigendur að sinna viðhaldi girðinga meðfram þjóðvegum og minnir á að Vegagerðin endurgreiðir kostnað við viðhald veggirðinga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012.
Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur búfjáreigendur til þess að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Af gefnu tilefni er ástæða til það rifja upp að fyrir um þremur árum síðan viðruðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá hugmynd við forsvarsmenn Vegagerðarinnar að hafnar yrðu viðræður um möguleika þess að koma á sambærilegu samkomulagi og gert var við Húnaþing vestra um friðun ákveðinna vegkafla í gegnum sveitarfélagið, gegn því að Vegagerðin girti nýjar girðingar þar sem þess væri þörf og yfirtæki þær girðingar sem fyrir væru fyrir tiltekinn tíma. Húnaþing vestra auglýsti í kjölfarið bann við lausagöngu búfjár á þessum vegum. Með samningnum voru allar girðingar meðfram áðurnefndum vegum komnar að fullu í umsjón Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur ekki brugðist við fyrrgreindu erindi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að taka erindið upp að nýju við samgönguráðherra og forsvarsmenn Vegagerðarinnar.