Fara í efni

Málmey - afnota og leigusamningur - nýr umsjónaraðili

Málsnúmer 2208173

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 61. fundur - 13.09.2023

Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.

Byggðarráð Skagafjarðar - 68. fundur - 01.11.2023

Málið áður á dagskrá 61. fundar byggðarráðs þann 13. september 2023 sem bókaði svo: "Páll Magnússon hefur látið af störfum sem umsjónarmaður með Málmey. Sveitarstjóri hefur fundað með forstjóra Vegagerðarinnar um málið og aðilar eru sammála um að rétt sé að sveitarfélagið auglýsi eftir nýjum umsjónarmanni með eyjunni. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsjónarmanni með eyjunni.". Í auglýsingu féll niður að geta um umsóknarfrest svo það þarf að auglýsa aftur með slíkum.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið og í hennar stað tók Sveinn Þ. Finster Úlfarsson þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa embættið aftur og hafa umsóknarfrest til 22. nóvember 2023.

Byggðarráð Skagafjarðar - 73. fundur - 29.11.2023

Auglýst var eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði með umsóknarfresti til og með 22. nóvember sl. Alls bárust 9 umsóknir um stöðuna.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið en Sveinn Þ. Finster Úlfarsson tók þátt í afgreiðslunni sem varamaður hennar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við þrjá af umsækjendunum og boða þá á fund byggðarráðs á næstu vikum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 76. fundur - 13.12.2023

Á fundinn komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannsstöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
Byggðarráð samþykkir að velja Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi úr hópi umsækjenda sem umsjónaraðila með Málmey á Skagafirði, til 5 ára, og felur sveitarstjóra að útbúa samning þess efnis á milli aðila sem lagður verði fyrir byggðarráð til samþykktar. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tilkynna öðrum umsækjendum um niðurstöðuna.

Byggðarráð Skagafjarðar - 110. fundur - 28.08.2024

Mál síðast tekið fyrir á 76. fundi byggðarráðs þann 13. desember 2023.

Skagafjörður auglýsti eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði í október á síðasta ári og bárust sveitarfélaginu 9 umsóknir um stöðuna. Ákveðið var að ganga til samninga við björgunarsveitina Gretti á Hofsósi. Eftir að hafa fengið álit frá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Umhverfisstofnun þá liggja nú fyrir drög að samningi við björgunarsveitina um umsjón með Málmey. Enn er beðið endanlegrar umsagnar Vegagerðarinnar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka málið aftur á dagskrá þegar umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.

Byggðarráð Skagafjarðar - 114. fundur - 24.09.2024

Mál síðast tekið fyrir á 110. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2024.

Skagafjörður auglýsti eftir umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði í október á síðasta ári og var ákveðið að ganga til samninga við björgunarsveitina Gretti á Hofsósi. Á fundinum voru lögð fyrir byggðarráð drög að samningi fyrir umsjónarmann með Málmey. Búið er að uppfæra samningsdrögin með innkomnum athugasemdum frá Náttúrustofu Norðurlands vestra, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.

Byggðarráð samþykkir samhljóða samningsdrögin með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi.