Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026
Málsnúmer 2208220
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 11. fundur - 31.08.2022
Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Á. Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. ágúst 2022, varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Byggðarráð Skagafjarðar - 15. fundur - 28.09.2022
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 5. fundur - 10.10.2022
Vísað frá 15. fundi byggðarráðs þann 28. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023. Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.
Lagður fram fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023. Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsrammanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fjárhagsrammi fyrir rekstraráætlun ársins 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.
Byggðarráð Skagafjarðar - 20. fundur - 02.11.2022
Lögð fram fjárhagsáætlun 2023-2026 til fyrri umræðu.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsáætlun með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð Skagafjarðar - 21. fundur - 09.11.2022
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023-2026 lögð aftur fram til fyrri umræðu vegna leiðréttingar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2023 er hér lögð fram til fyrri umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2024-2026. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf, auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið, stofnanir og hlutdeildarfélög þess.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.190 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 7.795 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 8.454 m.kr., þar af A-hluti 7.431 m.kr.
Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 734 m.kr. Afskriftir nema 289 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 489 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 42 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 364 m.kr. Afskriftir nema 155 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 378 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 169 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 14.279 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 10.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 10.883 m.kr. Þar af hjá A-hluta 9.497 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.396 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,78%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.133 m.kr. og eiginfjárhlutfall 10,66%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 272 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 601 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2024-2026 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2024 eru 9.522 m.kr., fyrir árið 2025 9.809 m.kr. og fyrir árið 2026 10.138 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2024 um 53 m.kr., fyrir árið 2025 um 126 m.kr. og fyrir árið 2026 um 153 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2024 verði 617 m.kr., fyrir árið 2025 verði það 612 m.kr. og fyrir árið 2026 verði það 637 m.kr.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð hafa litla aðkomu við undirbúning og ákvörðunartöku fjárhagsáætlunar. Þá eigum við ekki við þau gögn sem liggja fyrir núna heldur undirbúning og ákvarðanatöku hvað þau gögn varðar. Eðlilegra verkferli að okkar mati væri að sveitastjórnafulltrúar hittist allir í undirbúningi ákvarðanatöku og forgangsröðun við vinnu ramma fjárhagsáætlunar og eigi þar skoðanaskipti áður en hún er send inn í aðrar nefndir. Þá getum við talað um samvinnu og sameiginlega ábyrgð. Við óskum bókað að við sitjum hjá.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga landsins er ögrandi verkefni þessi misserin. Fyrir utan hefðbundnar áskoranir bætast nú við þættir sem sveitarfélögin hafa lítið vald á eins og viðvarandi skortur á fjárframlögum ríkisins til reksturs málaflokks fatlaðs fólks og mjög hækkandi vaxtastig og aukinn fjármagnskostnaður. Mikilvægt er að við slíkar aðstæður sameinist allir fulltrúar í sveitarstjórn um að leita leiða til hagræðinga í rekstri en séu ekki eingöngu með tillögur til aukinna útgjalda sem auka enn á rekstrarerfiðleika. Sveitarstjórnarfulltrúar sýndu samvinnu í verki þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir landið og stóðu þá saman að tillögum til að halda uppi atvinnustigi og viðspyrnu í héraðinu. Það sýnir ábyrgð að vinna saman að málum í mótvindi jafnt sem meðvindi.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram bókun:
Ramminn fyrir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023 - 2026 hefur verið lagður fyrir í nefndum sveitarfélagsins en þær forsendur sem gefnar voru við vinnu rammans höfum við ekki fengið aðkomu að og munum við því sitja hjá í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026.
Fulltrúar Byggðalistans Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá
Sveinn Úlfarsson tók til máls, þá Einar E Einarsson og Gísli Sigurðsson.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, óska bókað að þau sitja hjá.
Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 9.190 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B-hluta, þar af eru rekstrartekjur A hluta áætlaðar 7.795 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 8.454 m.kr., þar af A-hluti 7.431 m.kr.
Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 734 m.kr. Afskriftir nema 289 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur 489 m.kr. Rekstrarhalli samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætlaður samtals 42 m.kr. Rekstrarhagnaður A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 364 m.kr. Afskriftir nema 155 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 378 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 169 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 14.279 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 10.630 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 10.883 m.kr. Þar af hjá A-hluta 9.497 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.396 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 23,78%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.133 m.kr. og eiginfjárhlutfall 10,66%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 272 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 601 m.kr.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2024-2026 hvað samstæðuna varðar eru að áætlaðar tekjur 2024 eru 9.522 m.kr., fyrir árið 2025 9.809 m.kr. og fyrir árið 2026 10.138 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2024 um 53 m.kr., fyrir árið 2025 um 126 m.kr. og fyrir árið 2026 um 153 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2024 verði 617 m.kr., fyrir árið 2025 verði það 612 m.kr. og fyrir árið 2026 verði það 637 m.kr.
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
VG og óháð hafa litla aðkomu við undirbúning og ákvörðunartöku fjárhagsáætlunar. Þá eigum við ekki við þau gögn sem liggja fyrir núna heldur undirbúning og ákvarðanatöku hvað þau gögn varðar. Eðlilegra verkferli að okkar mati væri að sveitastjórnafulltrúar hittist allir í undirbúningi ákvarðanatöku og forgangsröðun við vinnu ramma fjárhagsáætlunar og eigi þar skoðanaskipti áður en hún er send inn í aðrar nefndir. Þá getum við talað um samvinnu og sameiginlega ábyrgð. Við óskum bókað að við sitjum hjá.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð.
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E Einarsson og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga landsins er ögrandi verkefni þessi misserin. Fyrir utan hefðbundnar áskoranir bætast nú við þættir sem sveitarfélögin hafa lítið vald á eins og viðvarandi skortur á fjárframlögum ríkisins til reksturs málaflokks fatlaðs fólks og mjög hækkandi vaxtastig og aukinn fjármagnskostnaður. Mikilvægt er að við slíkar aðstæður sameinist allir fulltrúar í sveitarstjórn um að leita leiða til hagræðinga í rekstri en séu ekki eingöngu með tillögur til aukinna útgjalda sem auka enn á rekstrarerfiðleika. Sveitarstjórnarfulltrúar sýndu samvinnu í verki þegar heimsfaraldur Covid-19 reið yfir landið og stóðu þá saman að tillögum til að halda uppi atvinnustigi og viðspyrnu í héraðinu. Það sýnir ábyrgð að vinna saman að málum í mótvindi jafnt sem meðvindi.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram bókun:
Ramminn fyrir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023 - 2026 hefur verið lagður fyrir í nefndum sveitarfélagsins en þær forsendur sem gefnar voru við vinnu rammans höfum við ekki fengið aðkomu að og munum við því sitja hjá í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026.
Fulltrúar Byggðalistans Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson óska bókað að þau sitji hjá
Sveinn Úlfarsson tók til máls, þá Einar E Einarsson og Gísli Sigurðsson.
Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2023-2026 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fulltrúar Byggðalista, Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, óska bókað að þau sitja hjá.
Byggðarráð Skagafjarðar - 24. fundur - 30.11.2022
Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2023. Lögð fram drög annars vegar að áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B hluta fyrirtækja.
Byggðarráð Skagafjarðar - 26. fundur - 08.12.2022
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026 til síðari umræðu.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynni fjárhagsáætlun 2023-2026
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.
Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2023 og áætlunar fyrir árin 2024-2026 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 7.680 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.723 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.677 m.kr., þ.a. A-hluti 6.454 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 817 m.kr, afskriftir nema 278 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 464 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 60 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 435 m.kr, afskriftir nema 165 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 372 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 103 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 13.040 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.807 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 9.542 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.608 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.498 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 26,83%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.199 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,22%.
Ný lántaka er áætluð 500 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 789 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 289 m.kr. umfram lántöku á árinu 2023.
Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.799 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.642 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 119,3% og skuldaviðmið 96,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 342 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 712 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 377 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Heildstæð fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag, Skagafjörð, er nú lögð fram í fyrsta skipti fyrir árin 2023 til 2026. Fyrir árið 2023 er einnig lögð fram sundurliðuð áætlun málaflokka, ásamt fjárfestingayfirliti og yfirliti um áætlað viðhald fasteigna á árinu 2023.
Góð fjárhagsáætlun er mikilvægt stjórntæki fyrir alla og ekki síst sveitarfélög, en þar eru fjárheimildir sviða og stofnana afmarkaðar, ásamt því að sett er stefna um markmið í rekstrinum.
Sú fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram er mjög metnaðarfull þrátt fyrir að ýmsar ytri aðstæður séu okkur óhagstæðar. Verðbólga og framkvæmdakostnaður hefur hvort tveggja hækkað verulega á árinu sem er að líða. Einnig má nefna að sveitarfélögin hafa ekki enn fengið fjár¬hags¬lega leið¬rétt-ingu frá rík¬inu til að standa undir aukinni þjónustu við fatlað fólk í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi og hefur það neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
Á árinu 2023 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í framkvæmdum og viðhaldi eigna á vegum Skagafjarðar verði í heild rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þar af koma tæplega 750 m.kr. frá rekstri sveitarfélagsins. Önnur fjármögnun er vegna aðkomu ríkisins að viðhaldi hafnarmannvirkja ásamt því að koma að lagningu á nýrri stofnlögn fyrir heitt vatn frá Langhúsum að Róðhóli. Einnig má nefna að framkvæmt verður fyrir um 140 milljónir við nýjan leikskóla í Varmahlíð ásamt því að ráðist verði í umhverfisátak upp á um 140 milljónir á árinu 2023. Af öðrum stórum verkefnum má nefna að haldið verður áfram vinnu við nýbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Jafnframt verður byrjað á verulegum endurbótum á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi, ásamt gatnagerð á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Þrátt fyrir allar þessar miklu framkvæmdir er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 289 m.kr umfram nýjar lántökur á árinu 2023. Þar af eru 115 milljónir greiddar niður umfram afborganir samkvæmt skilmálum lána sem verður að teljast sérstaklega ánægjulegt fyrir rekstur sveitarfélagsins. Hefur það jákvæð áhrif á skuldahlutfallið auk lækkunar á fjárútlátum til vaxtagreiðslna.
Rekstur sveitarfélagsins er í heildina góður enda er sveitarfélagið ríkt af kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í að efla og bæta rekstur sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun 2023 til 2026 er unnin í góðri samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sveitarstjóranum sérstaklega fyrir hans góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Einar Eðvald Einarsson, Gísli Sigurðsson, Hrund Pétursdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Þegar covid lauk, tók stríð í Evrópu við. Ef síðustu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það sennilega að erfitt er að spá fyrir um hvað gerist næst. Hvort náttúröfl, farsóttir eða stríðsrekstur komi til með að hafa óvænt áhrif á hversdagsleika okkar og afkomu eins og einmitt hefur gerst síðustu ár.
Það er því aldrei mikilvægara en nú fyrir rekstur sveitarfélagsins að forgangsraða og hugsa um fjárhagslegt öryggi til framtíðar en um leið verður góður hversdagsleiki íbúa sveitarfélagsins að vega þyngst á vogarskálunum. Að hér sé gott að vera í fjölskylduvænu samfélagi þar sem þjónustustig fyrir allan aldur og alla íbúa er gott.
En sú er því miður ekki alltaf raunin. Sumstaðar er þjónustustigi ekki einungis ábótavant heldur er sveitarfélagið hreinlega ekki að uppfylla skyldur sínar, t.d. gagnvart eldri borgurum og þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er dapurt að okkar elsta kynslóð sem með dugnaði sínum greiddi götuna fyrir okkur sem yngri erum að betri hversdagsleika, skuli vera sá hópur sem settur er á hakann. En staðan er sú að ef viðkomandi eldri borgari er búsettur utan póstnúmers 550 eru matarsendingar til viðkomandi ekki í boði. Þessu er löngu tímabært að breyta og eygir nú loks von til samstarfsvilja meirahluta um breytingar hvað þetta varðar, vonandi að þær gangi eftir á nýju ári.
Meirihluti kemur til með að hækka álögur nú um áramót á nánast öllum gjaldskrám. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, línulegar gjaldskrárhækkanir um áramót hjá þessum meirihluta eru jafn öruggar og að jólin koma í desember. En atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki á okkar svæði og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert síðustu ár og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið stendur í þessu ljósi ekki illa og þess vegna er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Það má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld hafa farið úr því að vera með þeim lægstu á landinu fyrir nokkrum árum yfir í að vera með þeim allra hæstu á landinu og hækka nú enn. Þannig er því miður ekki verið að hlífa fjölskyldufólki, þar sem fæði hækkar bæði í leik- og grunnskóla, fæði sem reyndar hefur verið óásættanlegt síðustu mánuði. Mögulega er hægt að skýla sér á bak við það að krónuhækkanir séu ekki svo miklar en staðreyndin er að hækkanir á mörgum stöðum koma við veskið hjá fjölskyldufólki í því árferði, verðbólgu og vaxtaumhverfi sem við upplifum nú. Margt smátt gerir jú oftar en ekki eitthvað sæmilega stórt. Við ættum að horfa til þeirra sveitarfélaga sem ekki hækkuðu álögur eða hafa afnumið fæðisgjöld í leik- og grunnskólum í stað þess að bera okkur saman við hæsta samnefnara í hverju atriði fyrir sig.
Hagræðingum hefði verið hægt að ná á annan hátt, t.d. með að hægja á framkvæmdum eða dreifa þeim á lengri tíma. Þar má nefna sundlaugar byggingu hvar kostnaður er nú þegar er kominn í tæpan milljarð og enn eiga 440 milljónir í það minnsta eftir að fara þar inn. Eins má tala um menningarhús, hvort forgangsröðunin sé rétt að leggja áherslu á það á meðan stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins, allir grunnskólarnir þrír, búa við óviðunandi ástand á einhvern hátt en þar starfa fleiri hundruð manns alla daga. Sveitarfélagið hefur því miður ekki sett í forgang að viðhalda nægilega byggingum sem það á, reyndar með einni undantekningu, Aðalgötu 21 hvar peningum er mokað í viðhald eignar sem ekki er einu sinni leigð út heldur er til frírra afnota einkaaðila. Þar inni eru nú einmitt starfsmenn upplýsingamiðstöðar á launum hjá sveitarfélaginu sem staðið hafa vaktina á ferðamannalausum covid-árum vegna óuppsegjanlegs samnings sem “aðeins? 25 ár eru eftir af. Þar hefði mátt nýta bæði betur mannauð og fjármagn sem telur þó nokkuð margar milljónir árlega.
Gott dæmi um uppsafnaða viðhaldsskuld sem undið hefur upp á sig er Bifröst. Hvar ekkert var aðhafst áratugum saman. Nú eru framkvæmdir hafnar með góðu framlagi frá Kaupfélaginu en verkefnið er mun stærra en reiknað var með vegna þessarar viðvarandi viðhaldsskuldar. Að viðhalda eignum sínum illa eða ekki er sannarlega kostnaðarsamt. Á meðan framkvæmdar ganga mjög hægt við Bifröst blæðir menningarlífi nemanda skólanna okkar og samfélagsins alls.
Það er þó gleðiefni að aðgengismál hjá Bifröst séu loks að komast í rétt horf. VG og óháð hafa einmitt beitt sér fyrir aðgengismálum og komið fram með tillögu um aðkomu sérstaks aðgengisfulltrúa til að bæting á aðgengi verði markvissari í sveitarfélaginu. Sú tillaga var því miður felld og hefur aðgengishópur sveitarfélagsins ekki enn verið kallaður saman á þessu kjörtímabili til þess að fara yfir þessu brýnu málefni. Við leggjum áherslu á að þarna er sannarlega hægt og þarft að gera betur.
Það er ánægjulegt að úr leikskólamálum í firðinum er að rætast og verða þau vonandi í góðum farvegi þegar leikskólinn í Varmahlíð rís. En þó eru ákveðin verkefni á sama tíma sett á hakann enn eins og íþróttahúsið á Hofsósi. Þar er verkefni sem lendir ávallt aftast á listanum á meðan gælt er t.d. við deiliskipulag á nýju tjaldsvæði á Sauðárkróki sem vitað er að ekki er raunhæft að ráðast í í náinni framtíð. Þó er peningum og vinnutíma starfsfólks kastað í slíkt verkefni.
Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á að hægt væri að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Sú hagræðingaraðgerð sem við höfum margsinnis nefnd myndi skila sér fljótt en leiga á RKS húsin sem er í eigu Kaupfélagsins telur tæpar 100 milljónir á síðustu árum. Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir þann aur, t.d. henda upp sperrum af íþróttahúsi á Hofsósi.
Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega og er mjög mikilvægt að vera á undan í því kapphlaupi en láta fólk ekki leita í önnur sveitarfélög eftir lóðum eða húsnæði. Með nýtilkomnum aðgerðum ríkisstjórnar í húsnæðismálum þar sem áætluð er fjölgun nýrra íbúða sem og fjórir milljarðar í hækkun stofnframlaga til almennra íbúðakerfisins, verðum við að vera samkeppnishæf og tilbúin í þessi verkefni. Við eigum að vera stórhuga og þora. En það er þó ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa. Og þar þarf að vera vakandi.
Eftir aukinn slaka á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur og ánægjulegt að áform séu um að greiða niður langtímaskuldir umfram lánasamninga. Það er mikilvægt að þau áform gangi eftir.
Við höfum vakið máls á aðkomu eða aðkomuleysi minnihluta að fjárhagsáætlanagerð en sú aðkoma er á síðari stigum vinnunnar og hefur því lítil áhrif á stóru málin. Svolítið eins og að vera meðhöfundur af bók en sjá handritið bara rétt fyrir prentun. Við skorum því á meirihluta sveitarstjórnar fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð að taka upp vinnuferli margra annarra sveitarfélaga þar sem öll sveitastjórn situr saman við borðið frá upphafi og skapar saman fjárhagsramma sveitarfélagsins. Einnig ætti að endurskoða vinnuferli fjárhagsáætlunargerðar í leiðinni. Því eins og margsinnis hefur verið sagt þá berum við í sveitarstjórn öll ábyrgð, það er því lágmark að hafa öll sömu aðkomu að ákvarðanatökum og bera þannig ábyrgð á eigin ákvörðunum en ekki annarra, enda hollt að hafa skoðanaskipti og tala sig niður á bestu mögulegu niðurstöðu. Með þeim hætti gætum við áreiðanlega öll stutt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í mörgum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndar fólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2023. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu.
Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúar VG og óháðra
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við hjá Byggðalistanum höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2023. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára sem snerta íbúa og mun lagabreyting um sorphirðu og urðun skýra þá breytingu. Ein ástæða fyrir þeim hækkunum er t.d. að óheimilt verður fyrir sveitarfélagið að borga með förgun sorps. Nýr rekstraraðili mun taka við sorpþjónustu og nýtt fyrirkomulag í dreifbýli Skagafjarðar mun taka gildi í apríl á næsta ári. Við það mun verða sama þjónusta hvort sem búið er í dreif- eða þéttbýli.
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er metnaðarfull og teljum við flestar af þessum framkvæmdum þarfar og margar jafnvel nauðsynlegar. Meðal framkvæmda sem við teljum brýnt að komist á skrið á næsta ári eru framkvæmdir við skólamannvirki og endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra lóða á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur við grunnskólann og hönnun íþróttahúss á Hofsósi, endurbætur á A álmu og hönnun á nýrri álmu við Árskóla. Einnig þarf að huga að malbikun á bílastæði og frágang lóðar við smábátahöfnina. Við höfum hins vegar haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss á Sauðárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nota fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins um of.
Umfangsmikil vinna var unnin í sumar við að fjölga starfsfólki á leikskólunum og gekk það vonum framar að ráða fólk til starfa. Við viljum hrósa starfsfólki og nefndarmönnum fyrir mikla eljusemi við þessa vinnu.
Við fulltrúar Byggðalistans leggjum ríka áherslu á að gera samfélagið fjölskylduvænt og skapa þar aðstæður sem hvetur fólk til heilsueflandi iðju bæði sem einstaklingar og samveru með fjölskyldu eða vinum. Okkur þykir það miður að tillögur okkar um endurskoðun á aldursviðmiði hvatapeninga hafi ekki fengið brautargengi og sitja ekki öll börn við sama borð er varðar tækifæri til tómstundaiðju. Okkur þykir einnig tímabært að endurskoða opnunartíma íþróttamannvirkja þar sem opnunartímar íþróttamiðstöðva og sundlauga hafa ekki þróast í takt við fjölgun íbúa og aukið íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið.
Við fulltrúar Byggðalista sitjum hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2023.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Fulltrúar Byggðalista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson
Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, tóku til máls.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls. VG og óháð bóka að óskað sé eftir því að sveitarstjórn haldi vinnufund í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar um hvernig vinnuferli verði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til að tryggja gott samstarf nefnda og sveitarstjórnar.
Þá tóku til máls: Sveinn Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir.
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með fimm atkvæðum.
Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.
Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2023 og áætlunar fyrir árin 2024-2026 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 7.680 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.723 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.677 m.kr., þ.a. A-hluti 6.454 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 817 m.kr, afskriftir nema 278 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 464 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 60 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 435 m.kr, afskriftir nema 165 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 372 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 103 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 13.040 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.807 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 9.542 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.608 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.498 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 26,83%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.199 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,22%.
Ný lántaka er áætluð 500 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 789 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 289 m.kr. umfram lántöku á árinu 2023.
Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.799 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.642 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 119,3% og skuldaviðmið 96,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 342 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 712 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 377 m.kr. hjá samstæðunni í heild.
Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Heildstæð fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag, Skagafjörð, er nú lögð fram í fyrsta skipti fyrir árin 2023 til 2026. Fyrir árið 2023 er einnig lögð fram sundurliðuð áætlun málaflokka, ásamt fjárfestingayfirliti og yfirliti um áætlað viðhald fasteigna á árinu 2023.
Góð fjárhagsáætlun er mikilvægt stjórntæki fyrir alla og ekki síst sveitarfélög, en þar eru fjárheimildir sviða og stofnana afmarkaðar, ásamt því að sett er stefna um markmið í rekstrinum.
Sú fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram er mjög metnaðarfull þrátt fyrir að ýmsar ytri aðstæður séu okkur óhagstæðar. Verðbólga og framkvæmdakostnaður hefur hvort tveggja hækkað verulega á árinu sem er að líða. Einnig má nefna að sveitarfélögin hafa ekki enn fengið fjár¬hags¬lega leið¬rétt-ingu frá rík¬inu til að standa undir aukinni þjónustu við fatlað fólk í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi og hefur það neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
Á árinu 2023 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í framkvæmdum og viðhaldi eigna á vegum Skagafjarðar verði í heild rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þar af koma tæplega 750 m.kr. frá rekstri sveitarfélagsins. Önnur fjármögnun er vegna aðkomu ríkisins að viðhaldi hafnarmannvirkja ásamt því að koma að lagningu á nýrri stofnlögn fyrir heitt vatn frá Langhúsum að Róðhóli. Einnig má nefna að framkvæmt verður fyrir um 140 milljónir við nýjan leikskóla í Varmahlíð ásamt því að ráðist verði í umhverfisátak upp á um 140 milljónir á árinu 2023. Af öðrum stórum verkefnum má nefna að haldið verður áfram vinnu við nýbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Jafnframt verður byrjað á verulegum endurbótum á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi, ásamt gatnagerð á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Þrátt fyrir allar þessar miklu framkvæmdir er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 289 m.kr umfram nýjar lántökur á árinu 2023. Þar af eru 115 milljónir greiddar niður umfram afborganir samkvæmt skilmálum lána sem verður að teljast sérstaklega ánægjulegt fyrir rekstur sveitarfélagsins. Hefur það jákvæð áhrif á skuldahlutfallið auk lækkunar á fjárútlátum til vaxtagreiðslna.
Rekstur sveitarfélagsins er í heildina góður enda er sveitarfélagið ríkt af kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í að efla og bæta rekstur sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun 2023 til 2026 er unnin í góðri samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sveitarstjóranum sérstaklega fyrir hans góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Einar Eðvald Einarsson, Gísli Sigurðsson, Hrund Pétursdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir
Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Þegar covid lauk, tók stríð í Evrópu við. Ef síðustu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það sennilega að erfitt er að spá fyrir um hvað gerist næst. Hvort náttúröfl, farsóttir eða stríðsrekstur komi til með að hafa óvænt áhrif á hversdagsleika okkar og afkomu eins og einmitt hefur gerst síðustu ár.
Það er því aldrei mikilvægara en nú fyrir rekstur sveitarfélagsins að forgangsraða og hugsa um fjárhagslegt öryggi til framtíðar en um leið verður góður hversdagsleiki íbúa sveitarfélagsins að vega þyngst á vogarskálunum. Að hér sé gott að vera í fjölskylduvænu samfélagi þar sem þjónustustig fyrir allan aldur og alla íbúa er gott.
En sú er því miður ekki alltaf raunin. Sumstaðar er þjónustustigi ekki einungis ábótavant heldur er sveitarfélagið hreinlega ekki að uppfylla skyldur sínar, t.d. gagnvart eldri borgurum og þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er dapurt að okkar elsta kynslóð sem með dugnaði sínum greiddi götuna fyrir okkur sem yngri erum að betri hversdagsleika, skuli vera sá hópur sem settur er á hakann. En staðan er sú að ef viðkomandi eldri borgari er búsettur utan póstnúmers 550 eru matarsendingar til viðkomandi ekki í boði. Þessu er löngu tímabært að breyta og eygir nú loks von til samstarfsvilja meirahluta um breytingar hvað þetta varðar, vonandi að þær gangi eftir á nýju ári.
Meirihluti kemur til með að hækka álögur nú um áramót á nánast öllum gjaldskrám. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, línulegar gjaldskrárhækkanir um áramót hjá þessum meirihluta eru jafn öruggar og að jólin koma í desember. En atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki á okkar svæði og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert síðustu ár og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið stendur í þessu ljósi ekki illa og þess vegna er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Það má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld hafa farið úr því að vera með þeim lægstu á landinu fyrir nokkrum árum yfir í að vera með þeim allra hæstu á landinu og hækka nú enn. Þannig er því miður ekki verið að hlífa fjölskyldufólki, þar sem fæði hækkar bæði í leik- og grunnskóla, fæði sem reyndar hefur verið óásættanlegt síðustu mánuði. Mögulega er hægt að skýla sér á bak við það að krónuhækkanir séu ekki svo miklar en staðreyndin er að hækkanir á mörgum stöðum koma við veskið hjá fjölskyldufólki í því árferði, verðbólgu og vaxtaumhverfi sem við upplifum nú. Margt smátt gerir jú oftar en ekki eitthvað sæmilega stórt. Við ættum að horfa til þeirra sveitarfélaga sem ekki hækkuðu álögur eða hafa afnumið fæðisgjöld í leik- og grunnskólum í stað þess að bera okkur saman við hæsta samnefnara í hverju atriði fyrir sig.
Hagræðingum hefði verið hægt að ná á annan hátt, t.d. með að hægja á framkvæmdum eða dreifa þeim á lengri tíma. Þar má nefna sundlaugar byggingu hvar kostnaður er nú þegar er kominn í tæpan milljarð og enn eiga 440 milljónir í það minnsta eftir að fara þar inn. Eins má tala um menningarhús, hvort forgangsröðunin sé rétt að leggja áherslu á það á meðan stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins, allir grunnskólarnir þrír, búa við óviðunandi ástand á einhvern hátt en þar starfa fleiri hundruð manns alla daga. Sveitarfélagið hefur því miður ekki sett í forgang að viðhalda nægilega byggingum sem það á, reyndar með einni undantekningu, Aðalgötu 21 hvar peningum er mokað í viðhald eignar sem ekki er einu sinni leigð út heldur er til frírra afnota einkaaðila. Þar inni eru nú einmitt starfsmenn upplýsingamiðstöðar á launum hjá sveitarfélaginu sem staðið hafa vaktina á ferðamannalausum covid-árum vegna óuppsegjanlegs samnings sem “aðeins? 25 ár eru eftir af. Þar hefði mátt nýta bæði betur mannauð og fjármagn sem telur þó nokkuð margar milljónir árlega.
Gott dæmi um uppsafnaða viðhaldsskuld sem undið hefur upp á sig er Bifröst. Hvar ekkert var aðhafst áratugum saman. Nú eru framkvæmdir hafnar með góðu framlagi frá Kaupfélaginu en verkefnið er mun stærra en reiknað var með vegna þessarar viðvarandi viðhaldsskuldar. Að viðhalda eignum sínum illa eða ekki er sannarlega kostnaðarsamt. Á meðan framkvæmdar ganga mjög hægt við Bifröst blæðir menningarlífi nemanda skólanna okkar og samfélagsins alls.
Það er þó gleðiefni að aðgengismál hjá Bifröst séu loks að komast í rétt horf. VG og óháð hafa einmitt beitt sér fyrir aðgengismálum og komið fram með tillögu um aðkomu sérstaks aðgengisfulltrúa til að bæting á aðgengi verði markvissari í sveitarfélaginu. Sú tillaga var því miður felld og hefur aðgengishópur sveitarfélagsins ekki enn verið kallaður saman á þessu kjörtímabili til þess að fara yfir þessu brýnu málefni. Við leggjum áherslu á að þarna er sannarlega hægt og þarft að gera betur.
Það er ánægjulegt að úr leikskólamálum í firðinum er að rætast og verða þau vonandi í góðum farvegi þegar leikskólinn í Varmahlíð rís. En þó eru ákveðin verkefni á sama tíma sett á hakann enn eins og íþróttahúsið á Hofsósi. Þar er verkefni sem lendir ávallt aftast á listanum á meðan gælt er t.d. við deiliskipulag á nýju tjaldsvæði á Sauðárkróki sem vitað er að ekki er raunhæft að ráðast í í náinni framtíð. Þó er peningum og vinnutíma starfsfólks kastað í slíkt verkefni.
Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á að hægt væri að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Sú hagræðingaraðgerð sem við höfum margsinnis nefnd myndi skila sér fljótt en leiga á RKS húsin sem er í eigu Kaupfélagsins telur tæpar 100 milljónir á síðustu árum. Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir þann aur, t.d. henda upp sperrum af íþróttahúsi á Hofsósi.
Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega og er mjög mikilvægt að vera á undan í því kapphlaupi en láta fólk ekki leita í önnur sveitarfélög eftir lóðum eða húsnæði. Með nýtilkomnum aðgerðum ríkisstjórnar í húsnæðismálum þar sem áætluð er fjölgun nýrra íbúða sem og fjórir milljarðar í hækkun stofnframlaga til almennra íbúðakerfisins, verðum við að vera samkeppnishæf og tilbúin í þessi verkefni. Við eigum að vera stórhuga og þora. En það er þó ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa. Og þar þarf að vera vakandi.
Eftir aukinn slaka á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur og ánægjulegt að áform séu um að greiða niður langtímaskuldir umfram lánasamninga. Það er mikilvægt að þau áform gangi eftir.
Við höfum vakið máls á aðkomu eða aðkomuleysi minnihluta að fjárhagsáætlanagerð en sú aðkoma er á síðari stigum vinnunnar og hefur því lítil áhrif á stóru málin. Svolítið eins og að vera meðhöfundur af bók en sjá handritið bara rétt fyrir prentun. Við skorum því á meirihluta sveitarstjórnar fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð að taka upp vinnuferli margra annarra sveitarfélaga þar sem öll sveitastjórn situr saman við borðið frá upphafi og skapar saman fjárhagsramma sveitarfélagsins. Einnig ætti að endurskoða vinnuferli fjárhagsáætlunargerðar í leiðinni. Því eins og margsinnis hefur verið sagt þá berum við í sveitarstjórn öll ábyrgð, það er því lágmark að hafa öll sömu aðkomu að ákvarðanatökum og bera þannig ábyrgð á eigin ákvörðunum en ekki annarra, enda hollt að hafa skoðanaskipti og tala sig niður á bestu mögulegu niðurstöðu. Með þeim hætti gætum við áreiðanlega öll stutt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í mörgum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndar fólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2023. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu.
Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúar VG og óháðra
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við hjá Byggðalistanum höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2023. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára sem snerta íbúa og mun lagabreyting um sorphirðu og urðun skýra þá breytingu. Ein ástæða fyrir þeim hækkunum er t.d. að óheimilt verður fyrir sveitarfélagið að borga með förgun sorps. Nýr rekstraraðili mun taka við sorpþjónustu og nýtt fyrirkomulag í dreifbýli Skagafjarðar mun taka gildi í apríl á næsta ári. Við það mun verða sama þjónusta hvort sem búið er í dreif- eða þéttbýli.
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er metnaðarfull og teljum við flestar af þessum framkvæmdum þarfar og margar jafnvel nauðsynlegar. Meðal framkvæmda sem við teljum brýnt að komist á skrið á næsta ári eru framkvæmdir við skólamannvirki og endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra lóða á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur við grunnskólann og hönnun íþróttahúss á Hofsósi, endurbætur á A álmu og hönnun á nýrri álmu við Árskóla. Einnig þarf að huga að malbikun á bílastæði og frágang lóðar við smábátahöfnina. Við höfum hins vegar haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss á Sauðárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nota fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins um of.
Umfangsmikil vinna var unnin í sumar við að fjölga starfsfólki á leikskólunum og gekk það vonum framar að ráða fólk til starfa. Við viljum hrósa starfsfólki og nefndarmönnum fyrir mikla eljusemi við þessa vinnu.
Við fulltrúar Byggðalistans leggjum ríka áherslu á að gera samfélagið fjölskylduvænt og skapa þar aðstæður sem hvetur fólk til heilsueflandi iðju bæði sem einstaklingar og samveru með fjölskyldu eða vinum. Okkur þykir það miður að tillögur okkar um endurskoðun á aldursviðmiði hvatapeninga hafi ekki fengið brautargengi og sitja ekki öll börn við sama borð er varðar tækifæri til tómstundaiðju. Okkur þykir einnig tímabært að endurskoða opnunartíma íþróttamannvirkja þar sem opnunartímar íþróttamiðstöðva og sundlauga hafa ekki þróast í takt við fjölgun íbúa og aukið íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið.
Við fulltrúar Byggðalista sitjum hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2023.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Fulltrúar Byggðalista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson
Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, tóku til máls.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls. VG og óháð bóka að óskað sé eftir því að sveitarstjórn haldi vinnufund í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar um hvernig vinnuferli verði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til að tryggja gott samstarf nefnda og sveitarstjórnar.
Þá tóku til máls: Sveinn Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir.
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með fimm atkvæðum.