Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3

Málsnúmer 2209013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 5. fundur - 10.10.2022

Fundargerð 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 13. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 5. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Teknar fyrir umsóknir um rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis. Auglýst var eftir rekstraraðilum fyrir félagsheimilið þann 20. júlí sl. og rann umsóknarfrestur út 15. ágúst. Ein umsókn barst í rekstur félagsheimilsins frá Auði Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd ahsig ehf. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd ákveður að ganga til samninga við Auði Herdísi Sigurðardóttur (Ahsig ehf) um rekstur félagsheimilisins Héðinsminnis. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með átta atkvæðum. Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir afgreiðslu máls.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið fyrir erindi frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps, dagsett 6.9.2022, um afnot af Sveinsstofu í Árgarði fyrir geymslurými, vinnurými og fundaraðstöðu.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með rekstraraðila hússins, eignasjóð Skagafjarðar og kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps.

    Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið fyrir erindi frá Sigurði Haukssyni fyrir hönd Skíðadeildar Tindastóls, dagsett 13.09.2022, þar sem óskað er eftir að Skíðasvæði Tindastóls verði hluti af þeim verkefnum sem Skagafjörður tilnefnir í Áfangastaðaáætlun.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum að auglýsa eftir verkefnum fyrir Skagafjörð í Áfangastaðaáætlun.

    Sigurður Bjarni Rafnsson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 3 Tekið til kynningar ályktanir aðalfundar Drangeyjar - smábátafélags Skagafjarðar, dagsett 11. september.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mun hafa framlagðar ályktanir um byggðakvóta til hliðsjónar þegar sótt verður um sérreglur byggðakvóta fyrir Skagafjörð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 5. fundi sveitarstjórnar 10. október 2022 með níu atkvæðum.