Reglur og samþykktir - málaflokkur 02 málefni fatlaðs fólks
Málsnúmer 2209310
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 4. fundur - 29.09.2022
Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 02, málefni fatlaðs fólks og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að félagsmála- og tómstundanefnd afgreiði reglur þessar frá sér að svo miklu leyti, sem hægt er til byggðarráðs á næsta fundi sínum.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 5. fundur - 20.10.2022
Farið var yfir reglur sveitarfélagsins sem tilheyra málaflokki 02, málefni fatlaðs fólks. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka reglurnar til afgreiðslu á næstu fundum eftir því sem hægt er, en reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra. Einnig þarf að uppfæra allar reglur með tilliti til sameinaðs sveitarfélags.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 13. fundur - 12.06.2023
Félagsmálastjóri kynnti vinnu við endurmat á reglum um þjónustu við fatlað fólk, reglurnar taka mið af Þjónustusamningi um þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra sem tók gildi 1.janúar sl. Drög að uppfærðum reglum um skammtímadvöl fara til umfjöllunar og afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum þjónustusamnings á næstu vikum.