Fara í efni

Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Málsnúmer 2210243

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 12. fundur - 03.11.2022

Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnr. 201897, í Tungusveit, Skagafirði, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 12. fundi skipulagsnefndar frá 3. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnr. 201897, í Tungusveit, Skagafirði, óskar eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir lóðina á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis útg. 1.0 dags. 21.10.2022, sem unnin er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Skagafjarðar á meðfylgjandi skipulagslýsingu og að hún hljóti meðferð skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna, með níu atkvæðum, og að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Skipulagsnefnd - 21. fundur - 23.03.2023

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambeyri, L201897, í Tungusveit, Skagafirði lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, útgáfa 1.0, í verki nr. 72046302, dags. 20.03.2023.
Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna á auglýsingatímanum og brugðist hefur verið við þeim í deiliskipulagstillögunni.

Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Visað frá 21. fundi skipulagsnefndar frá 23. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambeyri, L201897, í Tungusveit, Skagafirði lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, útgáfa 1.0, í verki nr. 72046302, dags. 20.03.2023.
Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna á auglýsingatímanum og brugðist hefur verið við þeim í deiliskipulagstillögunni.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010

Skipulagsnefnd - 27. fundur - 15.06.2023

Auglýsingatíma deiliskipulagsins Lambeyri í Tungusveit lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar athugasemdir. Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga, felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.