Fara í efni

Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

Málsnúmer 2211029

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 18. fundur - 09.02.2023

Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2023 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.

Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðarkróki og Hofsósi, íþróttasvæði hestamanna á Sauðárkróki, Kirkjugarðinum á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni hans. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á ferðaþjónustusvæðum og skilgreiningu nýrra ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Vísað frá 18. fundi skipulagsnefndar frá 9. febrúr sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2023 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðarkróki og Hofsósi, íþróttasvæði hestamanna á Sauðárkróki, Kirkjugarðinum á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni hans. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á ferðaþjónustusvæðum og skilgreiningu nýrra ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 19. fundur - 21.02.2023

Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 11. fundur - 08.03.2023

Vísað frá 19. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Hlynur Torfi Torfason og Íris Anna Karlsdóttir ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf kynntu vinnslutillögur ásamt breytingaruppdráttum þar sem við á fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
“Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?“
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Vísað frá 20. fundi Skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 þannig bókað.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: “Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?“ Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.

Forseti gerir það að tillögu sinni að vísa málinu til byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 24. fundur - 04.05.2023

Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Lagðar fram tillögur að aðalskipulagsbreytingum, sem byggja á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma, og viðbrögðum við þeim. Fyrir hverja breytingartillögu fylgir uppdráttur, greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu.
Skipulagsbreytingarnar fjalla um: Helgustaði í Unadal (Verslun og þjónusta), ÍB410 Íbúðarbyggð í Sveinstúni, Varmahlíðaskóla og nágrennis, AF402 tjaldsvæði í Sæmundarhlíð, K401 Sauðárkrókskirkjugarð, ÍÞ404 hesthúsasvæðið við Flæðigerði og íbúðarsvæði á Hofsósi.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögur í samræmi við viðbrögð við umsögnum.

Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur.

Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar leggur fram eftirfarandi bókun:
Staðsetning tjaldsvæðis á Sauðárkróki var ákveðin við uppfærslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn í mars 2022. Við vinnslu á Aðalskipulaginu var það kynnt á íbúafundum ásamt því að öll gögn lágu frammi til kyningar og athugasemda þar sem íbúar Skagafjarðar gátu gert athugasemdir og haft áhrif tvisvar sinnum á vinnslutímanum. Núverandi deiliskipulagsvinna er því eðlilegt verklag eftir það sem á undan hefur verið gert og samþykkt. Í deiliskipulagsferlinu sem nú er í gangi mun íbúum aftur gefast kostur á að láta skoðun sýna í ljós á fyrirhuguðum framkvæmdum eins og reglurnar kveða á um. Deiliskipulagsvinnan er ekki heldur samþykki um að framkvæmdir hefjist strax en mikilvægt er að ljúka þessari vinnu svo endanleg útfærsla sé ljós þegar hætt verður að nota núverandi tjaldsvæði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Flæðunum. Í Aðalskipulaginu kemur einnig fram að samhliða þessu nýja tjaldsvæði verði tjaldsvæðið á nöfunum einnig notað þegar um stóra og fjölmenna viðburði er að ræða á Sauðárkróki.

Jón Daníel Jónsson situr hjá við afgreiðslu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil.

Byggðarráð Skagafjarðar - 47. fundur - 10.05.2023

Erindinu vísað frá 12. fundi sveitarstjórnar þann 19. apríl 2023, þar sem eftirfarandi var bókað:
"Vísað frá 20. fundi Skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 þannig bókað.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?". Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.
Forseti gerir það að tillögu sinni að vísa málinu til byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum."
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs óska bókað: Með endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn 9. mars 2022 var samþykkt stefna og framtíðaráætlun um þróun íbúðabyggðar í öllum þéttbýlisstöðum Skagafjarðar. Í kafla 4 í greinargerð er fjallað með ítarlegum hætti um áætlaða þéttingu á Sauðárkróki og er þar gert ráð fyrir að á núverandi svæðum sem ýmist er búið að deilliskipulegga eða verið að deiliskipuleggja megi fjölga íbúðum um 241. Í töflu 4.1 á blaðsíðu 17 kemur fram dreifingin milli svæða og síðan er fjallað um hvert svæði fyrir sig með ítarlegum hætti. Í Aðalskipulaginu stendur einnig eftirfarandi setning í kafla 4.3.5 á bls 22, “Með hliðsjón af íbúaspá og markmiðum um íbúafjölgun er ljóst að til næstu ára litið er ekki þörf fyrir uppbyggingu heildstæðs íbúðahverfis upp á Nöfum. Engu að síður er gert ráð fyrir að Nafirnar geti byggst upp sem íbúðarbyggð síðar ef forsendur um byggðarþróun breytast?. Því má svo bæta við að í uppfærslum sem skipulagsnefnd vinnur að á þéttbýlisuppdrætti Sauðárkróks verður áætlað íbúðarsvæði á Nöfum merkt sem slíkt en svæðið er í dag frátekið undir íbúðabyggð framtíðarinnar.
Meirihluti byggðarráðs getur því fullvissað fulltrúa VG og óháðra um að nægt rými er áætlað til íbúðabygginga á Sauðárkróki til langs tíma en það er sama niðurstaða og skipulags- og byggingarnefnd sem umræddur fulltrúi átti sæti í á síðasta kjörtímabili komst að og sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfesti svo með samþykkt á endurskoðuðu aðalskipulagi.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra þakkar svörin og er mjög meðvitaður um þau plön sem liggja fyrir í Aðalskipulagi Skagafjarðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hugsað sé lengra en til ársins 2035 hvað varðar íbúðabyggð og framtíðarplön uppbyggingar byggðar á Sauðárkróki en fyrirspurnin varðar einmitt framhaldið. Mikil eftirspurn hefur verið undanfarin ár eftir lóðum á Sauðárkróki og haldi sú eftirspurn áfram með sama hætti má reikna með að sá fjöldi lóða sem til boða stendur samkvæmt aðalskipulagi verði uppurinn og því ágætt að huga að framtíðarsýn til lengri tíma.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023

Vísað frá 24. fundi skipulagsnefndar frá 4. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Lagðar fram tillögur að aðalskipulagsbreytingum, sem byggja á vinnslutillögum sem voru kynntar 8. mars - 6. apríl, umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma, og viðbrögðum við þeim. Fyrir hverja breytingartillögu fylgir uppdráttur, greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu.
Skipulagsbreytingarnar fjalla um: Helgustaði í Unadal (Verslun og þjónusta), ÍB410 Íbúðarbyggð í Sveinstúni, Varmahlíðaskóla og nágrennis, AF402 tjaldsvæði í Sæmundarhlíð, K401 Sauðárkrókskirkjugarð, ÍÞ404 hesthúsasvæðið við Flæðigerði og íbúðarsvæði á Hofsósi.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögur í samræmi við viðbrögð við umsögnum.

Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur.

Einar E Einarsson tók til máls og ítrekar bókun fulltrúa Framsóknarflokks frá fundi skipulagsnefndar, svohljóðandi:
Staðsetning tjaldsvæðis á Sauðárkróki var ákveðin við uppfærslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í sveitarstjórn í mars 2022. Við vinnslu á Aðalskipulaginu var það kynnt á íbúafundum ásamt því að öll gögn lágu frammi til kyningar og athugasemda þar sem íbúar Skagafjarðar gátu gert athugasemdir og haft áhrif tvisvar sinnum á vinnslutímanum. Núverandi deiliskipulagsvinna er því eðlilegt verklag eftir það sem á undan hefur verið gert og samþykkt. Í deiliskipulagsferlinu sem nú er í gangi mun íbúum aftur gefast kostur á að láta skoðun sýna í ljós á fyrirhuguðum framkvæmdum eins og reglurnar kveða á um. Deiliskipulagsvinnan er ekki heldur samþykki um að framkvæmdir hefjist strax en mikilvægt er að ljúka þessari vinnu svo endanleg útfærsla sé ljós þegar hætt verður að nota núverandi tjaldsvæði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Flæðunum. Í Aðalskipulaginu kemur einnig fram að samhliða þessu nýja tjaldsvæði verði tjaldsvæðið á nöfunum einnig notað þegar um stóra og fjölmenna viðburði er að ræða á Sauðárkróki.
Einar E Einarsson, Hrefna Jóhannesdóttir og Sigurður Bjarni Rafnsson fulltrúar Framsóknarflokks og Sólborg Borgarsdóttir og Guðlaugur Skúlason fulltrúar Sjálfstæðisflokks.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, ofangreindar breytingar í auglýsingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsnefnd - 26. fundur - 01.06.2023

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 4. maí 2023, þá bókað:
"Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu varðandi tjaldsvæðið við Sauðárgil:
Í ljósi bæði samfélagsumræðu og athugasemda íbúa við endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar hvað varðar uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá leggja VG og óháð til að leitað verði til íbúa um tillögur um framtíðar tjaldsvæði Sauðárkróks. Skipulagsnefnd fái tillögurnar á sitt borð og í framhaldi verði farið í íbúakosningu sem fyrst um framtíðar staðsetningu tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Áform um uppbyggingu tjaldsvæðis við Sauðá eru metnaðarfull en á sama tíma taka þau ekki nægjanlegt tillit til breytt landslags í þessari þjónustu. Tjaldsvæðum í dag fylgir mikil umferð, gjarnan þungir og fyrirferðamiklir eftirvagnar og oft stórir bílar. Vegna þessarar þróunar er mikilvægt að finna tjaldsvæðum góða staði í sátt við íbúa byggðar hvers sveitarfélags. Svæðið við Sauðá er í miðri íbúðabyggð ásamt því að vera í nálægð við mikilvægt útivistarsvæði íbúa, Litla-Skóg. Nú þegar Flæðarnar, þar sem núverandi tjaldsvæði er, verður tekið til deiliskipulagsvinnu með upp byggingu menningarhúss að leiðarljósi er ljóst að færa þarf tjaldsvæðið þaðan innan skamms. Mikilvægt er að hraða verkefninu og hefja undirbúning sem svo sannarlega er þarfur, þannig að áfram verði hægt að bjóða gesti í tjöldum, húsbílum og vögnum velkomna til Sauðárkróks.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu á tillögu Álfhildar Leifsdóttur."

Tillaga Álfhildar Leifsdóttur tekin til atkvæðagreiðslu og henni hafnað með tveimur atkvæðum. Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðarlistans situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Eyþór Fannar Sveinsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Varðandi að skipulagsnefnd samþykki að fresta afgreiðslu tillögu er varðar tjaldsvæði fyrir Sauðárkrók.
Breytingin á aðalskipulagi við Sauðárgil sem er í vinnslu snýr að stækkun svæðis sem skilgreint er sem Afþreyingar og ferðamannasvæði. Sú stækkun getur haft jákvæð áhrif til framtíðar á nýtingu svæðisins til afþreyingar þó svo að tjaldsvæði rísi þar eður ei. Vinna við deiliskipulagstillögu af svæðinu með fyrirhuguðu tjaldsvæði er í ferli og við auglýsingu þess gefst íbúum 6 vikna frestur til að koma skoðunum sínum og athugasemdum á framfæri. Í framhaldi af auglýsingaferlinu er það í höndum skipulagsnefndar að greina afstöðu íbúa varðandi tillöguna. Á þessum tímapunkti í skipulagsferlinu tel ég því ekki tímabært að fara í íbúakönnun og -kosningu þar til auglýsingaferli deiliskipulagstillögu er lokið og meta í framhaldinu þörfina á könnun og kosningu.

Tillaga Eyþórs Fannars Sveinssonar tekin til atkvæðagreiðslu og hún samþykkt með tveimur atkvæðum. Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Framsóknar situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Sigríður Magnúsdóttir formaður nefndarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Endurskoðað Aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð var samþykkt af sveitarstjórn 9. mars 2022 með öllum greiddum atkvæðum. Vinna við endurskoðun aðalskipulagsins stóð yfir í meira en tvö ár enda er markmiðið með aðalskipulaginu að leiða þróun samfélagsins og gera Skagafjörð sterkan til framtíðar, og því eðlilegt að lögð sé mikil vinna í verkið og það unnið í samráði við íbúa. Snemma í þessari vinnu komu fram hugmyndir í Skipulags- og byggingarnefnd um að hafa tvö tjaldsvæði á Sauðárkróki, annað milli Sæmundahlíðar og Sauðár en hitt á Nöfum og var því ætlað að taka við gestum á stórum viðburðum eins og t.d. íþróttamótum en hinu að þjóna ferðafólki þess á milli. Í gildandi aðalskipulaginu stendur:

„Á Nöfum sunnan við kirkjugarðinn og ofan við íþróttasvæðið er tjaldstæði (AF-401). Gert er ráð fyrir að það verði styrkt og fest í sessi sem tjaldsvæði með þjónustuhúsi og öðrum innviðum til að taka við gestum. Stutt er frá tjaldsvæðinu að sundlaug, fjölbreyttum íþróttasvæðum og í miðbæinn eftir göngustígum. Á Flæðum norðan við sundlaugina hefur verið rekið tjaldsvæði, en gert er ráð fyrir að svæðið byggst upp í samræmi við stefnu miðsvæði M-401 og tjaldsvæðið víki. Gert er ráð fyrir nýju tjaldsvæði milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir húsbíla og hjólhýsi. Með tveimur tjaldsvæðum verður sköpuð mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn á Sauðárkróki, sem styður við þá stefnu að gera sveitarfélagið að áfangastað ferðamanna“.

Þessar hugmyndir fóru í gegnum tvö auglýsingaferli þar sem allir íbúar gátu gert athugasemdir og komið með ábendingar eða tillögur að nýrri eða öðrum staðsetningum. Einnig voru haldnir opnir kynningafundir fyrir íbúa þar sem farið var yfir allar helstu tillögur sem gerðar voru að breytingum og þar hugmyndir að framtíðar uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Mjög óverulegar athugasemdir komu við þessar hugmyndir í kynningarferlunum, en margar voru til að lýsa ánægju sinni með þær og fannst þetta góð framtíðarsýn fyrir uppbyggingu tjaldsvæða á Sauðárkróki. Þessar hugmyndir voru jafnframt samþykktar af öllum flokkum samhljóða í bæði Skipulags- og byggingarnefnd og Sveitarstjórn við afgreiðslu á bæði Vinnslutillögunni og við lokaafgreiðslu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í ljósi þessa alls má því ljóst vera að íbúar hafa haft fjölmörg tækifæri til að koma fram með nýjar hugmyndir að staðsetningu, en þær hafa ekki komið og eru ekki heldur nú í tillögu VG og óháðra. Formaður Skipulagsnefndar Sigríður Magnúsdóttir telur því eðlilegt að unnið verði áfram með þær hugmyndir sem samþykktar voru í gildandi Aðalskipulagi og klárað verði deiliskipulag af svæðinu milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í þeirri vinnu mun koma fram með skýrum hætti hvernig hugmyndin er að byggja svæðið upp ásamt aðkomu að því og fleiru sem skiptir máli við hönnun á slíku svæði. Deiliskipulagstillagan með öllum gögnum og upplýsingum verður svo auglýst eins og lög gera ráð fyrir og þá geta íbúar komið með athugasemdir eða ábendingar byggðar á nýjustu gögnum um áætlaða hönnun svæðisins. Við teljum því ekki tímabært að fara í íbúakostningu eða umræðu um aðra staðsetningu á þessum tímapunkti og höfnum því tillögu VG og óháðra.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu málsins og Þröstur Magnússon kom inn í hans stað.

Skipulagsnefnd - 39. fundur - 30.11.2023

Lögð fram tillaga að þremur óverulegum breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, dags. 28.11.2023 sem unnar voru hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801), íbúðarbyggðar við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404) og Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401).

Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023


Lögð fram tillaga að þremur óverulegum breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035, dags. 28.11.2023 sem unnar voru hjá VSÓ ráðgjöf.
Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar við Lækjarbakka - Steinaborg á Steinsstöðum (ÍB-801), íbúðarbyggðar við Ránarstíg - Hegrabraut á Sauðárkróki (ÍB-404) og Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401).

Skipulagsnefnd telur að breytingarnar séu óverulegar þar sem þær fela ekki í sér breytta landnotkun eða eru líklegar til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila. Því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.

Þar sem breytingarnar eru það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 30.- 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir sveitarstjórn Skagafjarðar, með níu atkvæðum, að senda þær til Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mrg. 36. gr. sömu laga.

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki.
Breytingin felur í sér stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-402 á kostnað opins svæðis OP-404 upp með Sauðá. Heimilað byggingarmagn innan afþreyingar- og ferðamannasvæðisins er aukið en þar er gert ráð fyrir þjónustuhúsum í tengslum við hlutverk svæðisins.
Á opnu svæði OP-404 upp með Sauðá, sem er í grennd við skólasvæðið hefur verið horft til aukinnar útikennslu og því mun breytingin fela í sér heimild undir slíka aðstöðu á opna svæðinu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki.
Breytingin felur í sér stækkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF-402 á kostnað opins svæðis OP-404 upp með Sauðá. Heimilað byggingarmagn innan afþreyingar- og ferðamannasvæðisins er aukið en þar er gert ráð fyrir þjónustuhúsum í tengslum við hlutverk svæðisins.
Á opnu svæði OP-404 upp með Sauðá, sem er í grennd við skólasvæðið hefur verið horft til aukinnar útikennslu og því mun breytingin fela í sér heimild undir slíka aðstöðu á opna svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda breytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda breytingingu og að senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil á Sauðárkróki, mál nr. 515/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Aðalskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 24 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.