Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar
Málsnúmer 2211066
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022
Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og mun beita sér fyrir því að efla rödd Ungmennaráðsins í málefnum er þau varða. Reglunum vísað til byggðaráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022
Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022
Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur um ungmennaráð Skagafjarðar, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
"Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur um ungmennaráð Skagafjarðar, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 14. fundur - 26.06.2023
Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar komu á fundinn og ræddu um reglur ráðsins.
Félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði. Samkvæmt reglum um ungmennaráð Skagafjarðar skal Félagsmála- og tómstundanefnd boða tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Félagsmála- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga í góðu samstarfi við Ungmennaráð Skagafjarðar varðandi málefni ungmenna í Skagafirði. Samkvæmt reglum um ungmennaráð Skagafjarðar skal Félagsmála- og tómstundanefnd boða tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Álfhildur vék af fundi og í hennar stað kom Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir