Útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023
Málsnúmer 2211107
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022
Visað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóv sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Skagafirði (5716) á árinu 2023 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2023 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Skagafirði (5716) á árinu 2023 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2023 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar."
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Skagafjarðar - 28. fundur - 21.12.2022
Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 8. fundur - 23.12.2022
Vísað frá 28. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 21.12. 2022 þannig bókað:
"Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%. Enginn kvaddi sér hljóðs.
"Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%."
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2023 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.