Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2022-2023

Málsnúmer 2212098

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7. fundur - 20.12.2022

Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 12. desember 2022, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 13. janúar 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
"Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."

2.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."

3.
Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

4.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

5.
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "


Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 8. fundur - 23.12.2022

Málinu vísað frá 7. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, 20.12. 2022. Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:

1. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
"Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."

2. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi:
"Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."

3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
"Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr."

4. Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

5. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður:
"Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins."

Til máls tók Sveinn Þ. Úlfarsson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögur atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar með níu atkvæðum, með áorðnum breytingum í 2. tölulið sem hér fara á eftir:

2. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa, 30 brúttótonnum og yfir, af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7,5 þorskígildistonn á skip."