Fara í efni

Beiðni um breytingu á opnunartíma sundlauga um helgar

Málsnúmer 2301205

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023

Tekið fyrir erindi frá stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði, þar sem þess er óskað að opnunartími sundstaða í Skagafirði verði lengdur yfir veturinn þá daga sem fyrirséð er að margir gestir séu á svæðinu. Árið 2016 var ákveðið að lengja opnunartíma sundstaða yfir páskana til þess að koma til móts við samskonar óskir. Frá þeim tíma hefur einnig verið aukið við opnun laugarinnar í Varmahlíð, annars vegar með lengri opnun á laugardögum og hins vegar sunnudagsopnun allt árið um kring. Þegar opnunartími sundstaða fyrir árið 2023 var ákveðinn við gerð fjárhagsáætlunar s.l. haust var enn horft til þess að koma til móts við þessar óskir og ákveðið að breyta opnunartíma Sundlaugarinnar á Sauðárkróki um helgar. Þess má jafnframt geta að sundstaðirnir hafa verið í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Skagafirði og rekstraraðila skíðasvæðisins í Tindastóli og lengt opnun lauganna hafi þess verið óskað vegna stórra hópa eða mikillar aðsóknar. Ítrekað er að fjárhagsáætlun fyrir þetta ár var samþykkt í desember s.l. Sú þjónusta sem í boði er ræðst ávallt af því fjármagni sem ákveðið er í samþykktri fjárhagsáætlun. Þjónustuaukning þarf að taka mið af því svigrúmi sem fjárhagsáætlun leyfir.