Hraðahindrun við Ársali, hundagerði.
Málsnúmer 2301206
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 7. fundur - 04.07.2024
Rætt um öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali eldra stig og mikilvægi þess að það verði tryggt með viðeigandi hætti.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9. fundur - 22.08.2024
Mál áður á dagskrá nefndarinnar á 7 fundi sem haldinn var þann 4 júlí sl. Þar samþykkti nefndinn samhljóða að fela sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun verksins.
Tillaga að hraðahindrun og hraðatakmörkun á Borgargerði við Leikskólann Ársali. Lagt er til að hraðahindrun og gangbraut verði komið fyrir sunnan Sauðár í framhaldi af göngustíg norðan leikskólans. Jafnframt er lagt til að hámarkshraði á svæðinu verði lækkaður í 30 km/klst. á um 200 m kafla, þ.e. frá göngustíg norðan Sauðár, suður undir akbrautarskiptingu sunnan leikskóla. Jafnframt verði bætt við nauðsynlegum vegmerkingum, skiltum og hugað að lýsingu á svæðinu.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að farið verð í verkið.
Tillaga að hraðahindrun og hraðatakmörkun á Borgargerði við Leikskólann Ársali. Lagt er til að hraðahindrun og gangbraut verði komið fyrir sunnan Sauðár í framhaldi af göngustíg norðan leikskólans. Jafnframt er lagt til að hámarkshraði á svæðinu verði lækkaður í 30 km/klst. á um 200 m kafla, þ.e. frá göngustíg norðan Sauðár, suður undir akbrautarskiptingu sunnan leikskóla. Jafnframt verði bætt við nauðsynlegum vegmerkingum, skiltum og hugað að lýsingu á svæðinu.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að farið verð í verkið.
Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og felur sviðsstjóra að skoða og meta lausnir með öryggi íbúa að leiðarljósi.