Fara í efni

Hraðahindrun við Ársali, hundagerði.

Málsnúmer 2301206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd - 10. fundur - 09.02.2023

Óskir hafa borist umhverfis- og samgöngunefnd um að bæta öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali-eldra stig. Óskað er eftir hraðahindrun á Borgargerði milli leikskólans og hundasvæðisins, betri lýsingu, lækkunar hámarkshraða og að malbika bílaplan.

Nefndin þakkar fyrir athugasemdirnar og felur sviðsstjóra að skoða og meta lausnir með öryggi íbúa að leiðarljósi.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7. fundur - 04.07.2024

Rætt um öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali eldra stig og mikilvægi þess að það verði tryggt með viðeigandi hætti.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 9. fundur - 22.08.2024

Mál áður á dagskrá nefndarinnar á 7 fundi sem haldinn var þann 4 júlí sl. Þar samþykkti nefndinn samhljóða að fela sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun verksins.
Tillaga að hraðahindrun og hraðatakmörkun á Borgargerði við Leikskólann Ársali. Lagt er til að hraðahindrun og gangbraut verði komið fyrir sunnan Sauðár í framhaldi af göngustíg norðan leikskólans. Jafnframt er lagt til að hámarkshraði á svæðinu verði lækkaður í 30 km/klst. á um 200 m kafla, þ.e. frá göngustíg norðan Sauðár, suður undir akbrautarskiptingu sunnan leikskóla. Jafnframt verði bætt við nauðsynlegum vegmerkingum, skiltum og hugað að lýsingu á svæðinu.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að farið verð í verkið.