Fara í efni

Skipulagsnefnd - 18

Málsnúmer 2302004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 10. fundur - 15.02.2023

Fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar frá 9. febrúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 10. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram skipulagslýsing fyrir fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, dags. janúar 2023 sem unnin var hjá VSÓ ráðgjöf.

    Breytingarnar snúa að nokkrum svæðum í sveitarfélaginu. Breytingarnar taka til íbúðarbyggðar á Sauðarkróki og Hofsósi, íþróttasvæði hestamanna á Sauðárkróki, Kirkjugarðinum á Nöfum og Varmahlíðarskóla og nágrenni hans. Auk þess er gert ráð fyrir breytingum á ferðaþjónustusvæðum og skilgreiningu nýrra ferðaþjónustusvæða í Skagafirði.
    Skipulagslýsing er fyrsta skrefið í undirbúningi skipulagsáætlana og er ætlað að upplýsa hagaðila og umsagnaraðila strax í byrjun um fyrirhugaða tillögugerð, viðfangsefni hennar og áherslur í þeirri skipulagsvinnu sem framundan er. Jafnframt skal haft samráð við Skipulagsstofnun um umfang og nákvæmni upplýsinga í umhverfismatsskýrslu, sbr. lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingar á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035 í auglýsingu í samræmi við 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram afgreiðsla Skipulagsstofnunar á deiliskipulagi skólasvæðis Varmahlíðar, Sveitarfélagið Skagafjörður dagsett 2. febrúar 2023.
    Þar sem aðalskipulagsbreyting vegna deiliskipulagstillögunnar var ekki auglýst samhliða þarf að auglýsa deiliskipulagstillöguna að nýju.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju með breytingum samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki, greinargerð og uppdráttur dagsett 2. febrúar 2023.

    Skipulagsfulltrúi upplýsir að Teiknistofa Norðurlands hafi fengið hin uppfærðu gögn til rýningar með tillit til fyrri athugasemda skipulagsnefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Málinu vísað frá 33. fundi byggðaráðs Skagafjarðar, þar bókað:
    “Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. desember 2022 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, forsvarsmanni Sótahnjúks ehf. Óskar hún eftir áframhaldandi viðræðum við sveitarfélagið um mögulegar byggingarframkvæmdir félagsins í landi Sólgarða í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að óska eftir áliti skipulagsnefndar á framkomnum hugmyndum með tilliti til nýtingar og uppbyggingar svæðisins."
    Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir gögnum frá Sótahnjúk ehf. varðandi möguleg framtíðaráform félagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Jón Eiríksson og Jóhanna Valgeirsdóttir eigendur lóðarinnar Hof lóð 3, landnúmer 223031, sækja um breytt heiti eignarinnar.
    Hof var skipt út úr landi sem á þeim tíma var nefndur Brekkupartur en þar sem líka var til Brekkupartur fyrir ofan þjóðveg var hann kallaður Brekkupartur neðri.
    Brekkupörtunum var skipt út úr landi Brekku sem átti þarna land niður að Húseyjarhvísl.
    Með skírskotun í nafnið Brekka er sótt um að lóðin fái heitið Sólbrekka.
    Engin önnur Sólbrekka er í Skagafirði.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Fyrir hönd lóðarhafa sækir Hörður Snævar Knútsson um frávik frá samþykktu deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta.
    Óskað er eftir að fá að byggja parhús með flötu þaki á lóð Nestúns 24 a og b, eins og hafa verið byggð t.d. í Gilstúni, Iðutúni og Kleifartúni. Hús og bílskúrar í byggingu á svæðinu eru með flöt þök eða einhalla og telur umsækjandi því að hús með flötu þaki á þessari lóð falli að umhverfinu.
    Í greinargerð deiliskipulagsins, grein 2.2. kemur m.a. fram:
    “Hús skulu falla vel að umhverfinu og vera í samræmi við aðra byggð í Túnahverfinu. Þök skulu vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°- 20°, eins og sýnt er á skipulagsuppdrætti. Valmaþök eru leyfileg."

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
    Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nestún 24 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Árni Max Haraldsson sækir um fyrir hönd lóðarhafa við Nestún 4 að fá að byggja hús með einhalla þaki, en samkvæmt núgildandi deiliskipulagi fyrir svæðið skulu þök vera tvíhalla og þakhalli skal vera, 14°-20°, einnig eru valmaþök leyfileg.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við umbeðinni breytingu og gerð breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem þakgerðir verði valfrjálsar en hámarkshæðir bygginga breytast ekki.
    Nefndin telur að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að umbeðin breyting verði grenndarkynnt skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Nestún (nr. 1, 3, 4, 5, 16, 18, 20, 22 og 24) og vestan götu við Laugatún (nr. 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23, 25 og 27).
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Nestún 4 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. óska eftir hliðrun á tillögu að innkeyrslustútum fyrir sameinaðar iðnaðarlóðir þeirra, Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1, Borgarteig 4 og Borgarsíðu 3, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5 m í 6 m.
    Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt.
    Með framlögðum gögnum hafa umsækjendur brugðist við því sem skipulagsfulltrúi óskaði eftir í tölvupósti dags. 29.11.2022.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. óska eftir hliðrun á tillögu að innkeyrslustútum fyrir sameinaðar iðnaðarlóðir þeirra, Borgarteig 2 og Borgarsíðu 1, Borgarteig 4 og Borgarsíðu 3, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5 m í 6 m.
    Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt.
    Með framlögðum gögnum hafa umsækjendur brugðist við því sem skipulagsfulltrúi óskaði eftir í tölvupósti dags. 29.11.2022.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gústav Bentsson sækir fyrir hönd G. Bentsson ehf. um iðnaðarlóðina við Borgarsíðu 4.

    Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Jón Tryggvi Árnason lóðarhafi Nestúns 2 tilkynnir með tölvupósti dags. 07.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Þóra Dögg Reynisdóttir lóðarhafi Nestúns 6 tilkynnir með tölvupósti dags. 01.02.2023 að hún falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Halldór Svanlaugsson og Jónína Pálmarsdóttir lóðarhafar Nestúns 7 tilkynna með tölvupósti dags. 01.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Kristófer Már Maronsson og Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir lóðarhafar Nestúns 9 tilkynna með tölvupósti dags. 02.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Ari Guðvarðsson lóðarhafi Nestúns 10 tilkynnir með tölvupósti dags. 22.01.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Gestur Sigurjónsson og Erna Nielsen lóðarhafar Nestúns 11 tilkynna með tölvupósti dags. 02.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Erla Hlín Helgadóttir og Sveinn Guðmundsson lóðarhafar Nestúns 12 tilkynna með tölvupósti dags. 09.01.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Baldvin Bjarki Baldvinsson og Kristín Mjöll Guðjónsdóttir lóðarhafar Nestúns 13 tilkynna með tölvupósti dags. 07.02.2023 að þau falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skila henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Örvar Pálmi Örvarsson lóðarhafi Nestúns 14 tilkynnir með tölvupósti dags. 07.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
    Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Opinn kynningarfundur svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið var haldinn þann 8. febrúar síðastliðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 10 þann 28.12.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 18 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 11 þann 25.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar skipulagnefndar staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2023 með níu atkvæðum.