Knattspyrnudeild Hvatar - beiðni um leikdaga á gervigrasvelli
Málsnúmer 2302020
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 9. fundur - 09.02.2023
Tekin fyrir beiðni frá knattspyrnudeild Hvatar um tíma á gervigrasvellinum á Sauðárkróki undir leiki 3. deildarliðs Kormáks/Hvatar á vormánuðum 2023. Beiðnin er tilkomin vegna óvissu um ástand grasvallarins á Blönduósi í fyrstu umferða Íslandsmótins í knattspyrnu. Félagsmála- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið en en áréttar að íþróttamannvirki, rekin af Skagafirði, skulu fyrst og fremst standa íþróttafélögunum innan Skagafjarðar til afnota. Nefndin vísar að öðru leyti í gjaldskrá íþróttamannvirkja, sem tók gildi 1. janúar 2023, þar sem gjald vegna útleigu kemur fram. Nefndin felur frístundastjóra að vera í sambandi við knattspyrnudeild Hvatar vegna leikjanna.