Fara í efni

Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag.

Málsnúmer 2302209

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 20. fundur - 09.03.2023

Steinn Leó Sveinsson fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sækir um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað, skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 08.02.2023, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Jafnframt er þess óskað að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023

Vísað frá 20. fundi skipulagsnefndar frá 9. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Steinn Leó Sveinsson fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sækir um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað, skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 08.02.2023, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Jafnframt er þess óskað að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna með níu atkvæðum og samþykkir jafnframt að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 28. fundur - 13.07.2023

Farið yfir innsendar athugasemdir við skipulagslýsingu Hofsós, sorpmóttaka- og gámasvæði sem finna má á nýrri Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 206/2023 undir vefslóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/206.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Lögð fram deiliskipulagstillaga, Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi dags. 29.04.2024, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagssvæðið er 11.414 m² að stærð á mótum Norðurbrautar að sunnan og Bæjarbrautar að austan. Að vestan afmarkast svæðið af vesturlóðamörkum áhaldahúss sveitarfélagsins.
Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum.
Á deiliskipulagsuppdrættinum eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir.
Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari deiliskipulagstillögu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024

Vísað frá 49. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitastjórnar þannig bókað:
Lögð fram deiliskipulagstillaga, Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi dags. 29.04.2024, uppdráttur nr. DS01, útgáfa 1.0 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið er 11.414 m² að stærð á mótum Norðurbrautar að sunnan og Bæjarbrautar að austan. Að vestan afmarkast svæðið af vesturlóðamörkum áhaldahúss sveitarfélagsins. Skipulagsuppdráttur nr. DS-01 sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum. Á deiliskipulagsuppdrættinum eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir. Í vinnslu er aðalskipulagsbreyting fyrir svæðið, sem áformað er að auglýsa samhliða þessari deiliskipulagstillögu. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitastjórn samþykkir með níu atkvæðum, að auglýsa deiliskipulagstillöguna Sorpmóttaka og gámalóð, Hofsósi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 63. fundur - 28.11.2024

Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsós sorpmóttaka- og gámasvæði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 206/2023, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/206 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.