Landbúnaðarnefnd tekur undir eftirfarandi áskorun Fagráðs sauðfjárræktar: "Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu. Nú er staðan sú að inn á sk. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið."
"Fagráð sauðfjárræktar skorar á matvælaráðherra að ljúka endurskoðun reglugerðar 651/2001 um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, sem fyrst. Til bráðabirgða er brýnt að setja í núgildandi reglugerð ákvæði sem forða gripum með verndandi arfgerðir frá riðuniðurskurði í takt við nýja þekkingu á mótstöðu einstakra arfgerða gegn riðu.
Nú er staðan sú að inn á sk. "rauð" svæði hafa verið fluttir gripir með verndandi arfgerðir með ærnum tilkostnaði, ásamt því sem hrútar eru nú í notkun á sæðingarstöðvunum sem bera verndandi arfgerðir. Því má gera ráð fyrir að töluverður fjöldi lamba sem hafa umræddar arfgerðir munu fæðast í vor. Eins og gildandi reglugerð lítur út þá skal skera niður allt fé á bæjum þar sem upp kemur riða og gildir þá einu hvaða arfgerðum gripirnir búa yfir. Slíkt yrði tilfinnanlegt tjón fyrir ræktunarstarfið."