Fara í efni

Samráð; Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála

Málsnúmer 2302245

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 37. fundur - 01.03.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. febrúar 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 38/2023, "Frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála". Umsagnarfrestur er til og með 10.03.2023.

Fræðslunefnd - 12. fundur - 09.03.2023

Málinu vísað frá byggðarráði. Um er að ræða samráð um frumvarp til laga um þjónustustofnun á sviði menntamála. Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið að leggja niður Menntamálastofnun og stofna nýja á grunni hennar. Grundvallarmunur er þó sá að hinni nýju stofnun er ætlað fyrst og fremst að vera þjónustustofnun við skólaþjónustur sveitarfélaga í stað stjórnsýslustofnunar. Fræðslunefnd fagnar þessum breytingum.