Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023
Málsnúmer 2302250
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 12. fundur - 19.04.2023
Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lögð fram beiðni um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er gerður vegna hækkunar á útsvarshlutfalli sveitarfélagsins sem samþykkt var þann 23. desember 2022 í sveitarstjórn. Hækkunin var í þágu fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk skv. samningi milli ríkis og sveitarfélaga þann 16. desember 2022. Að auki hefur Jöfnunarsjóður gefið út nýja áætlun til hækkunar á framlagi 2023 vegna þjónustu við fatlað fólk. Þetta tvennt hefur áhrif á framlög sveitarfélaga til málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og er sú breyting einnig í viðaukanum. Fjármunir vegna eignfærðra framkvæmda við Faxatorg 1 og Félagsheimilið Bifröst eru hækkaðir annars vegar með millifærslu viðhaldsfjár úr rekstri og svo með lækkun handbærs fjár. Rekstrarfé eignasjóðs er hækkað um 8 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir HNV og NNV er tekin úr fjárhagsáætlun ársins. Þessar breytingar bæta rekstrarafgang ársins um 179.713 þkr., hækka fjárfestingaframlög um 106.500 þkr. og hækka handbært fé um 73.213 þkr. Samkvæmt viðaukanum er rekstrarniðurstaða A-hluta orðin jákvæð um 78,7 mkr. og samstæðunnar um 239,7 mkr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
"Lögð fram beiðni um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er gerður vegna hækkunar á útsvarshlutfalli sveitarfélagsins sem samþykkt var þann 23. desember 2022 í sveitarstjórn. Hækkunin var í þágu fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk skv. samningi milli ríkis og sveitarfélaga þann 16. desember 2022. Að auki hefur Jöfnunarsjóður gefið út nýja áætlun til hækkunar á framlagi 2023 vegna þjónustu við fatlað fólk. Þetta tvennt hefur áhrif á framlög sveitarfélaga til málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og er sú breyting einnig í viðaukanum. Fjármunir vegna eignfærðra framkvæmda við Faxatorg 1 og Félagsheimilið Bifröst eru hækkaðir annars vegar með millifærslu viðhaldsfjár úr rekstri og svo með lækkun handbærs fjár. Rekstrarfé eignasjóðs er hækkað um 8 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir HNV og NNV er tekin úr fjárhagsáætlun ársins. Þessar breytingar bæta rekstrarafgang ársins um 179.713 þkr., hækka fjárfestingaframlög um 106.500 þkr. og hækka handbært fé um 73.213 þkr. Samkvæmt viðaukanum er rekstrarniðurstaða A-hluta orðin jákvæð um 78,7 mkr. og samstæðunnar um 239,7 mkr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.