Fara í efni

Þröm - Beiðni um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2304048

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd - 9. fundur - 27.04.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2023 frá Brynjari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur, eigandum jarðarinnar Þröm í Skagafirði, L176749, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023

Vísað frá 9. fundi landbúnaðarnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2023 frá Brynjari Skúlasyni og Sigríði Bjarnadóttur, eigandum jarðarinnar Þröm í Skagafirði, L176749, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir skógrækt. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt.
Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.