Fara í efni

Furuhlíð 4 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2304158

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15. fundur - 03.05.2023

Eyjólfur Sigurðsson og Íris Helma Ómarsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Furuhlíð. Einnig sótt um leyfi til að steypa pall og skjólveggi á lóðinni, ásamt því að byggja stoðvegg á lóðarmörkum Furuhlíðar 2 og 4. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt og Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 74100-00, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 26. apríl og B-101, B-102 og B-103 dagsettir 3. maí 2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.