Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa
Dagskrá
1.Iðutún 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2304092Vakta málsnúmer
Þórður Karl Gunnarsson sækir f.h. Ásbjörns Óttarssonar um leyfi til að gera breytingar áður samþykktum aðaluppdráttum af Iðutúni 17, samþykktum á 136. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Skagafjarðar þann 7. apríl 2022. Breytingar varða m.a. innangerð, útlit og frágang lóðar. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt. Uppdrættir eru í verki 7900180, númer A-100 til og með A-105, dagsettir 03.01.2022, breytt 14.04.2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
2.Jöklatún 7 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2304104Vakta málsnúmer
Steingrímur Óskarsson og Herdís Lilja Káradóttir eigendur parhúss sem stendur á lóðinni númer 7 við Jöklatún, sækja um leyfi til að byggja stoðvegg á lóðarmörkum Jöklatúns 7 og Laugatúns 12 og að hluta á lóðarmörkum Jöklatúns 5. Framlagður uppdráttur gerður af Trausta Val Traustasyni tæknifræðingi í verki 2023, númer S-20, dagsettur 17.04.2023. Fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi lóða. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
3.Borgarteigur 2 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2304103Vakta málsnúmer
Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir f.h. Suðurleiða ehf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 2 við Borgarteig. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3236, númer A-01, A-02, A-101, A-102, A-103, 104, A-105, A-201,A-202, A-301 og A-302, dagsettir 31. mars 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
4.Borgarteigur 4 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Málsnúmer 2304102Vakta málsnúmer
Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir f.h. Kaffi 600 ehf. um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni númer 4 við Borgarteig. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjar Sigurðarsyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 3236, númer A-01, A-02, A-101, A-102, A-103, 104, A-105, A-201,A-202, A-301 og A-302, dagsettir 31. mars 2023. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.
5.Raftahlíð 48 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2304156Vakta málsnúmer
Hjördís Elfa Sigurðardóttir og Ingi Örn Guðmundsson sækja um leyfi til breyta útliti raðhúss sem stendur á lóðinni númer 48 við Raftahlíð. Breytingarnar varða nýjan glugga á norðurstafn hússins. Framlagður uppdráttur gerður eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Uppdráttur í verki 79007901, númer A901, dagsettur 26. apríl 2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
6.Furuhlíð 4 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 2304158Vakta málsnúmer
Eyjólfur Sigurðsson og Íris Helma Ómarsdóttir sækja um leyfi til að gera breytingar á útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 4 við Furuhlíð. Einnig sótt um leyfi til að steypa pall og skjólveggi á lóðinni, ásamt því að byggja stoðvegg á lóðarmörkum Furuhlíðar 2 og 4. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni arkitekt og Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 74100-00, númer A-100, A-101 og A-102, dagsettir 26. apríl og B-101, B-102 og B-103 dagsettir 3. maí 2023. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 13:30.