Skóladagatöl leikskóla 2023 - 2024
Málsnúmer 2306038
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 16. fundur - 15.06.2023
Tillaga að skóladagatölum leikskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2023-2024 var lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu foreldraráða leikskólanna og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Birkilundur óskar eftir því að nýta þrjá starfsdaga til námsferðar og skipuleggur þá ferð í samræmi við haustfrí grunnskólans í Varmahlíð. Tröllaborg óskar eftir að nýta tvo starfsdaga til námsferðar og óskar jafnframt eftir því að bæta við starfsdegi vegna ferðarinnar til þess að eiga kost á sameiginlegu skyndihjálparnámskeið með starfsmönnum grunnskólans þann 19. febrúar. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatöl leikskólanna fyrir skólaárið 2023-2024.
Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024
Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Ársala þar sem óskað er eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á dagsetningu útskriftar elstu barna í Ársölum. Á skóladagatali kom fram að útskrift ætti að fara fram 4. júní en vegna breyttrar dagsetningar á skólaslitum Árskóla verður útskriftin 31. maí í stað 4. júní. Ekki er aðstaða í leikskólanum til þess að halda útskriftina þar og hefur það því tíðkast að útskriftin sé haldin sama dag og skólaslit í Árskóla til þess að hægt sé að nýta aðstöðuna þar.
Þá er einnig óskað eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Tröllaborgar. Fyrirhugað var að fara í námsferð á yfirstandandi skólaári en vegna ýmissa ástæðna var því ekki við komið. Felst því breytingin í því að færa lokunardag sem átti að vera 30. apríl nk. yfir á næsta skólaár og leikskólinn verður því opinn 30. apríl.
Fræðslunefnd staðfestir breytingarnar samhljóða
Þá er einnig óskað eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Tröllaborgar. Fyrirhugað var að fara í námsferð á yfirstandandi skólaári en vegna ýmissa ástæðna var því ekki við komið. Felst því breytingin í því að færa lokunardag sem átti að vera 30. apríl nk. yfir á næsta skólaár og leikskólinn verður því opinn 30. apríl.
Fræðslunefnd staðfestir breytingarnar samhljóða