Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Hljóðvist í skólum; Umboðsmaður barna
Málsnúmer 2403163Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá Umboðsmanni barna, dags. 18. mars 2024, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að bæta hljóðvist í leik- og grunnskólum.
2.Skóladagatöl grunnskóla 2023 - 2024
Málsnúmer 2304135Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskólans austan Vatna þar sem óskað er eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Grunnskólans austan Vatna á yfirstandandi skólaári. Fræðslunefnd staðfestir breytinguna samhljóða.
3.Skóladagatöl leikskóla 2023 - 2024
Málsnúmer 2306038Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá leikskólastjóra Ársala þar sem óskað er eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á dagsetningu útskriftar elstu barna í Ársölum. Á skóladagatali kom fram að útskrift ætti að fara fram 4. júní en vegna breyttrar dagsetningar á skólaslitum Árskóla verður útskriftin 31. maí í stað 4. júní. Ekki er aðstaða í leikskólanum til þess að halda útskriftina þar og hefur það því tíðkast að útskriftin sé haldin sama dag og skólaslit í Árskóla til þess að hægt sé að nýta aðstöðuna þar.
Þá er einnig óskað eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Tröllaborgar. Fyrirhugað var að fara í námsferð á yfirstandandi skólaári en vegna ýmissa ástæðna var því ekki við komið. Felst því breytingin í því að færa lokunardag sem átti að vera 30. apríl nk. yfir á næsta skólaár og leikskólinn verður því opinn 30. apríl.
Fræðslunefnd staðfestir breytingarnar samhljóða
Þá er einnig óskað eftir staðfestingu fræðslunefndar á breytingu á skóladagatali Tröllaborgar. Fyrirhugað var að fara í námsferð á yfirstandandi skólaári en vegna ýmissa ástæðna var því ekki við komið. Felst því breytingin í því að færa lokunardag sem átti að vera 30. apríl nk. yfir á næsta skólaár og leikskólinn verður því opinn 30. apríl.
Fræðslunefnd staðfestir breytingarnar samhljóða
4.Staða í leikskólamálum á Sauðárkróki
Málsnúmer 2401049Vakta málsnúmer
Lagðar fram upplýsingar frá leikskólastjóra Ársala um stöðu innritunar barna. Í leikskólanum Ársölum fór aðlögun númer tvö á yfirstandandi skólaári fram í febrúar sl. og voru þá öll 12 mánaða börn og eldri á þeim tíma tekin inn. Að henni lokinni voru öll pláss fullnýtt miðað við rými sem er til staðar á deildunum. Lítið sem ekkert er um að börn hætti á miðjum vetri og því ólíklegt að pláss losni fyrir börn á biðlista fyrr en í haust. Alls eru 44 börn í skólahóp núna og munu því jafnmörg pláss losna í haust þegar þau börn hefja grunnskólagöngu.
5.Reglur um skólaakstur í dreifbýli
Málsnúmer 2404126Vakta málsnúmer
Samkvæmt lögum nr. 28/2017 um farþegaflutninga og farmflutninga á landi ber öllum þeim sem sinna farþegaflutningum að hafa almennt rekstrarleyfi og á það líka við um þegar samið er við forráðamenn um akstur gegn greiðslu. Flytjandi þarf auk þess að uppfylla önnur skilyrði laganna og þær gæða- og tæknikröfur sem Samgöngustofa setur. Breytingar á reglum Skagafjarðar um skólaakstur í dreifbýli fela í sér að fella brott eftirfarandi texta:
„Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn“.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
„Við vissar aðstæður er heimilt að semja við forráðamenn nemenda um þátttöku þeirra í skólaakstri gegn greiðslu. Þetta á fyrst og fremst við þegar heimili nemanda er langt frá leið skólabíls og foreldrar geta keyrt barnið í veg fyrir skólabílinn“.
Fræðslunefnd samþykkir breytingarnar samhljóða.
6.Framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði
Málsnúmer 2304014Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna. Búið er að setja glugga í norðurhlið eldri byggingarinnar og er nú unnið að frágangi. Veggklæðning verður sett á þá hlið í vor. Lyfta fyrir skólann er komin til landsins og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir haustið. Áætluð verklok á lyftustokki eru 2. ágúst. Búið er að teikna nýtt anddyri og panta hurðir í það. Í hönnun er malbikaður stígur við skólahúsnæðið sem tengist sparkvelli og gangstétt við Lindargötu. Hæðarsetning, lagning og lýsing þarf að setja í verðkönnun eða útboð. Byrjað er að vinna frumdrög að íþróttasal og búningsaðstöðu.
7.Úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð
Málsnúmer 2404130Vakta málsnúmer
Búið er að auglýsa útboð fyrir leikskólann í Varmahlíð en fyrirséð er að skortur er á leikskólaplássum þar til nýr leikskóli er tilbúinn. Könnun var send á starfsfólk, foreldra leikskólabarna í Birkilundi og foreldra barna á biðlista þar sem óskað var eftir tillögum að tímabundinni lausn við þeim vanda sem blasir við. Alls bárust 17 svör sem nefndin fór yfir.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleikann á stofnun 5 ára deildar við Varmahlíðarskóla í samráði við foreldra og skólastjórnendur ásamt því að kanna áfram aðrar mögulegar lausnir.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kanna möguleikann á stofnun 5 ára deildar við Varmahlíðarskóla í samráði við foreldra og skólastjórnendur ásamt því að kanna áfram aðrar mögulegar lausnir.
8.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2024
Málsnúmer 2401164Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:00.