Lagt fram erindi frá Essa ehf., dags. 15. júní 2023, þar sem óskað er eftir heimild til að loka Aðalgötu á Sauðárkróki, frá Kirkjutorgi norður að Kambastíg, laugardaginn 24. júní 2023 á milli kl. 10 og 24, þar sem fyrirhugað er að halda útitónleika undir formerkjunum "Tónleikar í gamla bænum". Settur verður upp sviðsvagn í götunni á milli Aðalgötu 19 og 20 sem snýr þannig að fólk safnast suður Aðalgötuna. Á sviðinu verða skemmtiatriði og tónlistaratriði frá u.þ.b. kl. 19:30-22:30. Fram kemur í erindinu að forsvarsmenn tónleikanna hafi rætt við flest fyrirtæki í Aðalgötunni sem ætli að hafa kvöldopnun sama kvöld. Markmiðið er því að fólk geti rölt á milli fyrirtækja í bænum þetta kvöld og síðan notið tónlistar norðarlega í Aðalgötunni. Sömu helgi fer fram stórt knattspyrnumót á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir lokun götunnar með skilyrðum um samþykki lögreglu og trygga aðkomu neyðarbíla að svæðinu.
Byggðarráð samþykkir lokun götunnar með skilyrðum um samþykki lögreglu og trygga aðkomu neyðarbíla að svæðinu.