Fara í efni

Skipulagsnefnd - 31

Málsnúmer 2308014F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023

Fundargerð 31. fundar skipulagsnefndar frá 24. ágúst 2023 lögð fram til afgreiðslu á 17. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 31 Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Frístundabyggð við Reykjarhól í Varmahlíð lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 295/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/295) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Frístundabyggð við Varmahlíð og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Auglýsingu tillögu að deiliskipulagi fyrir Ljónsstaði í Skagafirði lauk 16. ágúst 2023. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 294/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/294) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Ljónsstaðir í Skagafirði og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 12. "Ljónsstaðir L230903 - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki, unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Skógargötu að vestan, Bjarkarstíg að norðan, Aðalgötu að austan og Hlíðarstíg að sunnan. Innan svæðisins er Sauðárkrókskirkja, byggð árið 1892, og var friðlýst þann 1. janúar 1990. Önnur hús innan svæðisins eru aldursfriðuð skv. lögum nr. 80/2012 um menningarminjar. Svæðið er um 2603 m² að stærð.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingu áningastaða við ferðamannastaðinn Ketubjörg í landi Ketu á Skaga í Skagafirði. Svæðið er á skilgreindum landnotkunarreit fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði AF-2 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Þar er gert ráð fyrir áningarstað í náttúru og gönguleiðum.
    Verkið felst í því að byggja upp bílastæði sunnan og norðan Ketubjarga þar sem einnig er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Ketubjörg - Áningarstaður - Framkvæmdarleyfisumsókn". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012, vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Verkefnið samræmist gildandi aðalskipulagi Skagafjarðar. Um er að ræða jarðvegsskipti og stofnlagnir veitustofnanna í suðurhluta götunnar sem liggur frá Borgarteigi og að lóð nr. 4 við Borgarsíðu.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Borgarsíða - Framkvæmdaleyfisumsókn". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr.
    skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi
    vegna efnistöku í námu 21751 Veðramótsnáma við Hraksíðuá við veg 744-03
    Þverárfjallsveg. Efnið er ætlað til lagfæringa á héraðs- og tengivegum.
    Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að
    vinna þarna um 8000 m3 af malarslitlagsefni. Efnið verður unnið
    í samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í
    fullu samráði við landeiganda. Náman er skilgreind á efnistökusvæði E-13 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
    Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Veðramót náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til Skagafjarðar skv. 13. gr.
    skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi
    vegna efnistöku í námu 18152 Djúpadalsá í landi Minni-Akra við þjóðveg 1.
    Efnið er ætlað til lagfæringa á bundnum slitlögum og styrkinga á vegum.
    Náman er opin og þarna hefur efni verið unnið í gegnum árin. Áætlað er að
    vinna þarna um 10.000 m3 af klæðingarefni. Efnið verður unnið í
    samráði við landeigendur og gengið verður fá námunni eftir vinnslu í fullu
    samráði við landeiganda. Verkefnið samræmist gildandi Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
    Óskað er eftir því að framkvæmdaleyfið sé veitt frá 14. ágúst 2023 til 30. júní 2025.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Djúpadalsá náma - Umsókn um framkvæmdaleyfi". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Í tölvupósti dags. 31. júlí síðastliðinn óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn um efnisnámu í landi Litlu-Grafar 2 á vegum Vinnuvéla Símonar skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

    Heildarstærð svæðisins er 6,92 ha að stærð og er áætlað að vinna allt að 250.000 m3 af efni úr námunni og að vinnslutími verði út gildistíma núverandi aðalskipulags. Fyrirhugað efnistökusvæði fellur undir tölulið 2.02 í 1. viðauka laga nr. 111/2021: Efnistaka, utan þess sem tilgreint er í tölul. 2.01, þar sem áætlað er að raska 2,5 ha svæði eða stærra eða efnismagn er 50.000 m3 eða meira, einnig efnistaka þar sem fleiri en einn efnistökustaður vegna sömu framkvæmdar og á sama svæði ná samanlagt yfir 2,5 ha svæði eða stærra. Framkvæmdin er í flokki B í viðaukanum sem eru framkvæmdir sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun mun leggja fram álit hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum og hefur stofnunin óskað eftir umsögn Skagafjarðar.

    Skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á í tilkynningu framkvæmdaaðila. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn til Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi hjá sveitarfélaginu sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og háð breytingu á aðalskipulagi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar 28.06.2023, eftirfarandi bókað:
    “Vísað frá 27. fundi skipulagsnefndar frá 15. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 30. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja bílageymslu og sólstofu sem yrðu viðbyggingar við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 7 við Hólmagrund. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, uppdrættir í verki 7846 númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 17. maí 2023. Þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag fyrir svæðið leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6. Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að umbeðin framkvæmd verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr skipulagslaga. Tillagan skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Hólmagrund 5, 9, 14, 16 og 18 ásamt við Fornós 4 og 6."

    Grenndarkynning vegna Hólmagrundar 7 á Sauðárkróki var send út 29.06.2023, engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að heimila umbeðna framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Hólmagrund 7 - Umsagnarbeiðni vegna byggingarleyfisumsóknar". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 31 Aðalsteinn Orri Sigrúnarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Geitagerðis, landnúmer 145973, óskar eftir heimild til að skipta 880 m² lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki nr. 7536-0101, útg. 10. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Hallgrími Inga Jónssyni. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Geitagerði I.

    Ekkert ræktað land fylgir lóðinni.
    Engin hlunnindi fylgja lóðinni.
    Óskað er eftir að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
    Kvöð um yfirferðarrétt að Geitagerði I er um heimreið sem liggur í landi Geitagerðis landnr. 145973 eins og sýnt er á afstöðuuppdrætti.

    Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ein fasteign er á umræddri lóð, íbúðarhús að stærð 76,4m², byggt árið 1948 og fylgir hún útskiptri lóð.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Gunnlaugur Halldórsson og Bjarni Halldórsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Tumabrekka land 2, landnúmer 220570, óska eftir heimild til að stofna 15.561,2 m² lóð úr landi lóðarinnar, sem „Tumabrekka 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75860000 útg. 20. júlí 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Yfirferðarréttur að útskiptri lóð er um heimreiðarveg í landi Tumabrekku, L146597, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Þá er kvöð um yfirferðarrétt á útskiptri spildu að Tumabrekku landi 2, L220570, eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti. Fyrir landskipti er Tumabrekka land 2 31.122,4 m² að stærð. Eftir landskipti verður Tumabrekka land 2 15.561,2 m² að stærð. Landheiti útskiptrar lóðar vísar í heiti upprunajarðar með næsta lausa staðgreini. Engin fasteign er á útskiptri spildu. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Landskipti samræmast aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Tumabrekka land 2, L220570, verður í eigu Bjarna Halldórssonar. Tumabrekka 3 verður í eigu Gunnlaugs Halldórssonar.

    Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Birgir Þórðarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 2, landnúmer L146396, óskar eftir heimild til að skipta 13.686 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem sótt er um að fái heitið Arnarhóll, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 75640103, útg. 25. júlí 2023. Afstöðuuppdráttur var unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
    Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarhúsaland (65).
    Yfirferðarréttur að útskiptri spildu frá Hegranesvegi (764) er um veg í landi Rípur 2, L146396, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
    Landheiti útskiptrar spildu vísar til staðhátta, en innan spildunnar er afgerandi hæð í landslaginu. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með sama staðfang.
    Engin fasteign er á umræddri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ríp 2, landnr. 146396.
    Landskipti samræmast markmiðum aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 um að styðja búsetu og uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs í dreifbýli. Útskipt spilda er ekki af þeirri stærðargráðu að breytt landnotkun skerði landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki og áhrif á búrekstrarskilyrði eru óveruleg. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Ekkert ræktað land er innan hins útskipta lands.

    Þá er óskað eftir heimild skipulagsnefndar fyrir stofnun á 625 m² byggingarreit, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101, útg. 25. júlí 2023. Byggingarreiturinn er innan afmörkunar fyrirhugaðrar spildu og mun tilheyra henni að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit vegna frístundahúss sem verður reist á steyptum undirstöðum. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti.

    Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Ingólfur Arnarson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Ásgarður eystri, landnúmer 179981, óska eftir heimild til að stofna 203 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70262001 útg. 04. ágúst 2023. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Meðfylgjandi er umsögn Skógræktarinnar, tölvupóstur dags. 23. maí 2023 og umsögn Minjavarðar dags. 03. ágúst 2023.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, hámarks byggingarmagn 40 m².

    Skipulagsnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Skipulagnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða fulltrúa Landsnets á fund skipulagsnefndar til að fara yfir stöðuna. Sveitarstjórnarfulltrúum verður boðið að sitja fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Skipulagsnefnd felur Skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn varðandi mikilvægi þess að tryggja aðkomu sveitarfélaga að skipulagi haf- og strandsvæða. Einnig þarf að skýra betur mörk ríkis og sveitarfélaga í skipulagsmálum í tengslum við nýlegar breytingar á skipulagslögum nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2023, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (tímabundnar uppbyggingarheimildir)".
    Umsagnarfrestur var til og með 18.08.2023.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 31 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 21 þann 31.07.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar skipulagnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar 13. september með níu atkvæðum.