Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
Málsnúmer 2308043
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 15. fundur - 31.08.2023
Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 60. fundur - 06.09.2023
Lögð fram svohljóðandi bókun 15. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 31. ágúst 2023: "Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni, reglurnar grundvallast á 17.gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og reglugerð nr. 1037/2018 um starfsemi og aðbúnað á skammtímadvalarstöðum. Reglunar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til afgreiðslu byggðaráðs."
Einnig lagðar fram Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Einnig lagðar fram Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni.
Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 17. fundur - 13.09.2023
„Reglur Skagafjarðar um skammtímadvöl lagðar fram til staðfestingar sveitarstjórnar frá 60. fundi byggðarráðs.
Reglurnar eru háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Nl. vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti og eru þær nú í afgreiðsluferli hjá Skagafirði. Reglurnar fóru til yfirlestrar og ábendinga hjá starfsmönnum málefna fatlaðs fólk áður en þær fóru til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum. MIkilvægt er að reglurnar verði kynntar þeim sem nýta skammtímadvöl. Forstöðumaður og ráðgjafar munu fylgja reglunum eftir til kynningar þegar þær hafa fengið samþykki sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að gjaldtaka skv. 3. gr. hefjist ekki fyrr en 1. janúar 2024.“
Reglurnar eru háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Nl. vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leiti og eru þær nú í afgreiðsluferli hjá Skagafirði. Reglurnar fóru til yfirlestrar og ábendinga hjá starfsmönnum málefna fatlaðs fólk áður en þær fóru til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum. MIkilvægt er að reglurnar verði kynntar þeim sem nýta skammtímadvöl. Forstöðumaður og ráðgjafar munu fylgja reglunum eftir til kynningar þegar þær hafa fengið samþykki sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að gjaldtaka skv. 3. gr. hefjist ekki fyrr en 1. janúar 2024.“