Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. ágúst 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á búvörulögum nr. 99/1993 - Framleiðendafélög". Umsagnarfrestur er til og með 11.09.2023.
Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur.
Í Skagafirði er kraftmikil búvöruframleiðsla hjá mörgum bændum sem stunda sauðfjárrækt, nautgriparækt, mjólkurframleiðslu, kornrækt og grænmetisframleiðslu svo eitthvað sé talið. Mikilvægi þessara atvinnugreina er mikið en vegna þeirra eru einnig reknar öflugar afurðastöðvar í bæði kjöti og mjólk til að vinna þessar afurðir og gera þær tilbúnar fyrir neytendur. Samkeppni um markaðinn er hins vegar hörð og þá ekki síst við innfluttar landbúnaðarvörur sem leyft er að flytja til landsins í auknum mæli og þaðan sem framleiðslan býr við allt annan aðbúnað og í mörgum tilfellum minni gæðakröfur en gerðar eru hér á landi. Tölur sýna einnig að kostnaðarverð íslenskra landbúnaðarvara er oft hátt og þá ekki síst kjötvörurnar þótt hlutfall matarkörfunnar af heildarútgjöldum heimila sé lægra hér en meðaltal um 30 Evrópulanda. Þegar þessi kostnaður er greindur frekar kemur fram að mikil kostnaðaraukning verður í afurðastöðvum við slátrun, vinnslu og markaðssetningu varanna. Samkvæmt greiningum sem gerðar hafa verið virðist sá kostnaður oft ráðast af litlum möguleikum afurðastöðva til hagræðingar og samvinnu sem myndi leiða til aukinnar hagkvæmni í vinnslunni. Byggðarráð Skagafjarðar vill því fagna því að verið sé að gera þær breytingar á búvörulögum sem þarf til hægt sé að endurskipuleggja og hagræða í slátrun og kjötvinnslu. Mikilvægt er að tryggja að afurðastöðvarnar skili sem mestum verðmætum til bænda, meðal annars með aukinni fullvinnslu aukaafurða á þeirra vegum eða þriðja aðila. Aukin samvinna afurðastöðva á að lækka vinnslukostnaðinn og auka verðmætasköpunina sem kemur þá bæði bændum og neytendum til góða ásamt því að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari við innfluttar vörur.