Fara í efni

Gjaldskrá grunnskóla 2024

Málsnúmer 2310030

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 21. fundur - 29.11.2023

Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.

Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 74. fundur - 06.12.2023

Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.
Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Vísað frá 74. fundi byggðarráðs frá 6. desember sl.
Á 21. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar 29. nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að 4,9% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 249 krónum í 268 krónur eða um 19 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 516 krónum í 556 krónur eða um 40 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 671 krónu í 723 krónur eða um 52 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 293 krónum í 311 krónur eða um 20 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans, hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2024. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Byggðalistans óska bókað: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að kostnaðarverðshækkanir og aukin verðbólga hefur haft mikil áhrif á samfélagið og þá er rekstur sveitarfélagsins engin undantekning. Tekin var meðvituð ákvörðun í vinnu við fjárhagsáætlun um að vera með hóflegar gjaldskrárhækkanir, sem er liður í þeirri vegferð að stemma stigum við verðbólgu. Skagafjörður er meðal þeirra sveitarfélaga sem er að leggja hve minnstar hækkanir á gjaldskrár. Það er þó ljóst að fæðisgjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun.
Tillagan samþykkt af meirihluta og vísað til byggðarráðs."

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.


Fulltrúar VG og óháðra ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista ítreka bókun fulltrúa flokkanna frá fundi fræðslunefndar og byggðarráðs.

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum, Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá.

Fræðslunefnd - 30. fundur - 15.08.2024

Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar.

Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund:

Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: „Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu.“

Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.

Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 109. fundur - 21.08.2024

Málinu vísað frá 30. fundi fræðslunefndar, þann 15. ágúst sl., þannig bókað:

"Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar.

Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund:

Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: "Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu."

Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.

Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum."

Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna á gjaldskrá grunnskóla og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 29. fundur - 21.08.2024

Máli vísað frá 109. fundi byggðarráðs frá 21. ágúst 2024 og tekið fyrir með afbrigðum, þannig bókað:

"Málinu vísað frá 30. fundi fræðslunefndar, þann 15. ágúst sl., þannig bókað: "Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar. Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund: Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: "Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu."
Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum." Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna á gjaldskrá grunnskóla og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá grunnskóla 2024 með níu atkvæðum.