Fara í efni

Umsagnarbeiðni -Breytingar á Blöndulínu 3, mál 0672 2023 í skipulagsgátt

Málsnúmer 2310046

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 65. fundur - 10.10.2023

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. október 2023 frá Skipulagsstofnun, þar sem stofnunin óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu um mál í skipulagsgáttinni; Breytingar á Blöndulínu 3, nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu). Kynningartími er til 2. nóvember 2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 36. fundur - 26.10.2023

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í skipulagsgáttinni:
Breytingar á Blöndulínu 3, nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Kynningartími er til 2.11.2023.

Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir fresti við Skipulagsstofnun til að skila inn umsögn vegna breytingar á fyrirhuguðum breytingum á Blöndulínu 3 þar sem skipulagsnefnd hafi fyrst fengið formlega kynningu á þeim frá Landsneti í dag 26.10.2023.

Skipulagsnefnd - 37. fundur - 09.11.2023

Skipulagsfulltrúi í samræmi við ákvörðun nefndarinnar óskaði eftir fresti til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu).
Skipulagsstofnun hefur fallist á þá beiðni um lengri frest til að skila inn umsögn varðandi Breytingar á Blöndulínu 3, mál nr. 0672/2023: Tilkynning um framkvæmd, tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu.
Skipulagsnefnd óskaði eftir kynningu Landsnets á þeirri breytingu og fór kynning fram á fundi nefndarinnar 26.10. síðastliðinn.
Nefndin hefur yfirfarið fyrirhugaðar breytingar á lagnaleið Blöndulínu 3 og telur þær ekki þess eðlis að falla undir matsskyldu.

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Í fyrri skýrslu Skipulagsstofnunar er talið að áhrif Blöndulínu 3 á tiltekna umhverfisþætti séu vanmetin í umhverfismatsskýrslu Landsnets í ljósi þess að aðferðafræði Landsnets notar einhverskonar meðaltal á vægiseinkunnum sem gefnar eru hverjum umhverfisþætti fyrir sig og einkenni áhrifa. Skipulagsstofnun telur að slík aðferðafræði henti ekki vel til að draga fram neikvæðustu áhrif línulegra framkvæmda sem ná yfir stór svæði eins og í þessu tilviki. Leiðir það að mati Skipulagsstofunar til að niðurstöður Landsnets gefa til kynna minni áhrif en ætla mætti af framkvæmdinni. Af þeim ástæðum telur fulltrúi VG og óháðra fulla ástæðu til að umhverfismat með nákvæmari mælikvörðum eigi sér stað á Kiðaskarðsleið.

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 14.12.2023

Ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna máls “Breytingar á Blöndulínu 3 - ákvörðun um matskyldu" lögð til kynningar, þar sem m.a. eftirfarandi segir:

“Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. janúar 2024."