Stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
Málsnúmer 2310244
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 92. fundur - 10.04.2024
Lagður fram til kynningar samningur á milli ríkisins, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, um fyrirhugaða nýja viðbyggingu fyrir verknámshús við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar samningnum og tímabærri stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð fagnar samningnum og tímabærri stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum samningsdrögum enda um löngu tímabæra framkvæmd að ræða þar sem í mikið óefni er komið í verknámi skólans vegna plássleysis. Byggðarráð minnir á að stækkunin er í raun framkvæmd sem slegið var á frest árið 2008 þegar verknámsaðstaða skólans var aðeins stækkuð um u.þ.b. þriðjung þess sem fyrirhuguð stækkun átti að vera.
Byggðarráð undrast þá miklu óvissu sem ennþá er í kostnaðaráætlun um viðbyggingu verknámshúss FNV sé litið til samningsdraga og hvetur Framkvæmdasýsluna til að vinna nákvæmari áætlun, bæði m.t.t. kostnaðar og einnig tímaramma framkvæmda. Byggðarráð samþykkir engu að síður þátttöku í verkefninu og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga áður en undirritaður verður samningur þar að lútandi.