Fara í efni

Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag

Málsnúmer 2311127

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 38. fundur - 16.11.2023

Þann 24. nóvember 2022 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar umsókn landeiganda Helgustaða, landnr. 192697, um að landeigandi léti vinna deiliskipulag fyrir Helgustaði á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að svæðið verði skilgreint í landnotkunarflokk (VÞ) verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi.
Þegar hefur verið auglýst skipulagslýsing, sem sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023, vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem koma fram helstu meginforsendur landnotkunar á Helgustöðum. Skipulagslýsingin var auglýst frá 17. febrúar til 8. mars 2023. Landeigandi telur því að heimilt sé að falla frá auglýsingu skipulagslýsingar í samræmi við ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Jakobína H. Hjálmarsdóttir þinglýstur eignandi sumarbústaðarlandsins Helgustaðir landnr. 192697, í Unadal, Skagafirði óskar eftir því við skipulagsnefnd að nefndin taki fyrir meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer skipulagsuppdráttar er DS01 í verki 782701. Að fengnu samþykki nefndar og staðfestingar sveitarstjórnar er óskað eftir því að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Þá er einnig óskað eftir því að landeignin verði leyst úr landbúnaðarnotkun.
Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013:
- Gr. 5.3.2.14 um skipulag við vötn, ár og sjó. Umbeðin undanþága á við um gróðurhús sem reist hafa verið innan skipulagsmarka og eru staðsett skemur en 50 metra frá Unadalsá. Töluverður halli er frá ánni og að gróðurhúsum. Aðgengi verður tryggt að bökkum Unadalsár og er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti.
- Gr. 5.3.2.5, d) lið Fjarlægð milli bygginga og vega. Vísað er í heimild til að víkja frá 50 metra fjarlægðarreglu þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar. Um er að ræða byggingarreit fyrir sem er skemur en 50 metra frá Hólakotsvegi (7827). Svæðið verður skilgreint í aðalskipulagi VÞ Verslunar
og þjónustusvæði með aðalskipulagsbreytingu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Einnig er erindið áritað fyrir hönd Dalaseturs ehf., sem er skráður eigandi fasteigna á Helgustöðum.

Skipulagsnefnd fellst á beiðni um undanþágu gr. 5.3.2.14 og 5.3.2.5 d) lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun verði samþykkt og nefndin felst á að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 .
Einnig leggur skipulagsnefnd til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 20. fundur - 13.12.2023

Visað frá 38. fundi skipulagsnefndar frá 16. nóvember sl.

Þann 24. nóvember 2022 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar umsókn landeiganda Helgustaða, landnr. 192697, um að landeigandi léti vinna deiliskipulag fyrir Helgustaði á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á sama fundi var samþykkt að svæðið verði skilgreint í landnotkunarflokk (VÞ) verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi. Þegar hefur verið auglýst skipulagslýsing, sem sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti þann 15. febrúar 2023, vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem koma fram helstu meginforsendur landnotkunar á Helgustöðum. Skipulagslýsingin var auglýst frá 17. febrúar til 8. mars 2023. Landeigandi telur því að heimilt sé að falla frá auglýsingu skipulagslýsingar í samræmi við ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Jakobína H. Hjálmarsdóttir þinglýstur eignandi sumarbústaðarlandsins Helgustaðir landnr. 192697, í Unadal, Skagafirði óskar eftir því við skipulagsnefnd að nefndin taki fyrir meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagi útg. 1.0, dags. 21.02.2023 sem unnin var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer skipulagsuppdráttar er DS01 í verki 782701. Að fengnu samþykki nefndar og staðfestingar sveitarstjórnar er óskað eftir því að skipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Þá er einnig óskað eftir því að landeignin verði leyst úr landbúnaðarnotkun. Jafnframt er óskað eftir undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013: - Gr. 5.3.2.14 um skipulag við vötn, ár og sjó. Umbeðin undanþága á við um gróðurhús sem reist hafa verið innan skipulagsmarka og eru staðsett skemur en 50 metra frá Unadalsá. Töluverður halli er frá ánni og að gróðurhúsum. Aðgengi verður tryggt að bökkum Unadalsár og er sýnt á deiliskipulagsuppdrætti. - Gr. 5.3.2.5, d) lið Fjarlægð milli bygginga og vega. Vísað er í heimild til að víkja frá 50 metra fjarlægðarreglu þegar um er að ræða verslunar- og þjónustubyggingar. Um er að ræða byggingarreit fyrir sem er skemur en 50 metra frá Hólakotsvegi (7827). Svæðið verður skilgreint í aðalskipulagi VÞ Verslunar og þjónustusvæði með aðalskipulagsbreytingu sem er í vinnslu fyrir svæðið. Einnig er erindið áritað fyrir hönd Dalaseturs ehf., sem er skráður eigandi fasteigna á Helgustöðum. Skipulagsnefnd fellst á beiðni um undanþágu gr. 5.3.2.14 og 5.3.2.5 d) lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun verði samþykkt og nefndin felst á að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Einnig leggur skipulagsnefnd til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.


Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, beiðni um að landið verði tekið úr landbúnaðarnotkun og að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar vegna deiliskipulags í samræmi við 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 . Einnig samþykkir sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði í Unadal í auglýsingu í samræmi við 41. gr skipulagslaga 123/2010 og auglýsa tillöguna samhliða fyrirhuguðum aðalskipulagsbreytingum sbr. 2. mrg. 41. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 56. fundur - 23.08.2024

Til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skiplagslaga er deiliskipulagstillaga fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 277/2024; https://skipulagsgatt.is/issues/2024/277.
Farið er yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands að beiðni Skipulagsstofnunar. Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja byggð á stórum hluta þess svæðis sem deiliskipulagstillagan ráðgerir að byggð verði skipulögð á.
Í ljósi þess telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá skipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að verulegar breytingar verði gerðar á henni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þar sem landeigandi stendur sjálfur að gerð deiliskipulagsins skv. 38. gr. skipulagslaga er skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda um framhaldið, þ.m.t. um hvort landeigandi hyggist freista þess að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagstillögunni og óska eftir að hún verði, skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýst á nýjan leik.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Til umfjöllunar skv. 3. mgr. 41. gr. skiplagslaga er deiliskipulagstillaga fyrir "Helgustaði í Unadal" sem var í kynningu dagana 13.03.2024- 01.05.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 277/2024; https://skipulagsgatt.is/issues/2024/277.
Farið er yfir innsendar umsagnir við tillöguna. Einnig lagt fram staðbundið hættumat dags. 18.07.2024 sem unnið var af Veðurstofu Íslands að beiðni Skipulagsstofnunar. Hættumatið hefur að mati nefndarinnar leitt í ljós annmarka á því að skipuleggja byggð á stórum hluta þess svæðis sem deiliskipulagstillagan ráðgerir að byggð verði skipulögð á.
Í ljósi þess telur nefndin ekki forsendur til þess að halda áfram með þá skipulagstillögu sem auglýst var skv. framansögðu án þess að verulegar breytingar verði gerðar á henni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði ekki samþykkt óbreytt. Þar sem landeigandi stendur sjálfur að gerð deiliskipulagsins skv. 38. gr. skipulagslaga er skipulagsfulltrúa falið að ræða við landeiganda um framhaldið, þ.m.t. um hvort landeigandi hyggist freista þess að gera nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagstillögunni og óska eftir að hún verði, skv. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, auglýst á nýjan leik.“

Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Hlé gert á fundi.

Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum að hafna skipulagstillögunni eins og hún er lögð fram.