Byggðarráð Skagafjarðar - 79
Málsnúmer 2401004F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 22. fundur - 17.01.2024
Fundargerð 79. fundar byggðarráðs frá 10. janúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 22. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Til fundarins undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks, þau Þorbjörg Ágústsdóttir, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir og Þórarinn Hlöðversson til viðræðna um hólf til afnota fyrir félagið.
Byggðarráð felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna drög að samningi við félagið í samráði við sveitarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Á 69. fundi byggðarráðs Skagafjarðar var samþykkt að auglýsa og selja fasteignina Lækjarbakka 5 og var sú ákvörðun staðfest á 19. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Undir þessum dagskrárlið kom Sunna Björk Atladóttir frá Fasteignasölu Sauðárkróks til fundarins.
Alls bárust 4 tilboð í fasteignina Lækjarbakka 5 áður en tilboðsfrestur rann út 8. janúar sl. Tilboð bárust frá Agnari H. Gunnarssyni; Friðrik Smára Stefánssyni og Rikke Busk; Sigurði Bjarna Sigurðssyni og Sif Kerger og að lokum Valdimar Bjarnasyni og Ragnhildi Halldórsdóttur.
Byggðarráð samþykkir að fela fasteignasala að gera gagntilboð til hæstbjóðanda. Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Málið var áður á dagskrá 48. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
Undir þessum dagskrárlið mættu Sunna Björk Atladóttir lögmaður og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri og fóru yfir yfirlit sem tekið hefur verið saman um félagsheimilin í Skagafirði og skráða eigendur þeirra.
Byggðarráð samþykkir að funda með hlutaðeigandi forsvarsmönnum félaga sem komið hafa að eignarhaldi og/eða rekstri félagsheimilanna Ljósheima, Skagasels og Félagsheimilisins Rípurhrepps, með hugsanlega sölu húsanna í huga.
Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Málið var áður á dagskrá 70. fundar byggðarráðs Skagafjarðar.
Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Magnús Barðdal verkefnisstjóri fjárfestinga hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir að koma á framfæri við SSNV áherslu Skagafjarðar á verkefni vegna uppbyggingar iðngarða og þekkingarseturs í tengslum við starfsemi Háskólans á Hólum, á Sauðárkróki, og að sótt verði um framlag til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - C1.
Bókun fundar Afgreiðsla 79. fundar byggðarráðs staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2024. Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2024 til 1. nóvember 2024. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2024. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2024, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2023. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fasteignagjalda 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 79 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 550 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka langtímalána 2024, síðar á fundinum. Samþykkt samhljóða.