Staða í leikskólamálum
Málsnúmer 2401049
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024
Áður á dagskrá fræðslunefndar þann 18. janúar 2024 þar sem nefndarmenn óska eftir því að starfsmenn auglýsi eftir dagforeldrum í Varmahlíð vegna fyrirsjáanlegs biðlista í haust. Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vekja athygli á þörf fyrir dagforeldra í Varmahlíð og nágrenni.
Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024
Lagðar fram upplýsingar frá leikskólastjóra Ársala um stöðu innritunar barna. Í leikskólanum Ársölum fór aðlögun númer tvö á yfirstandandi skólaári fram í febrúar sl. og voru þá öll 12 mánaða börn og eldri á þeim tíma tekin inn. Að henni lokinni voru öll pláss fullnýtt miðað við rými sem er til staðar á deildunum. Lítið sem ekkert er um að börn hætti á miðjum vetri og því ólíklegt að pláss losni fyrir börn á biðlista fyrr en í haust. Alls eru 44 börn í skólahóp núna og munu því jafnmörg pláss losna í haust þegar þau börn hefja grunnskólagöngu.
Fræðslunefnd - 36. fundur - 27.02.2025
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá leikskólastjórum um stöðu á biðlistum, mönnun og aðlögun nýrra nemenda.
Í Ársölum er staða í starfsmannamálum ekki góð og hefur það hamlað því að geta aðlagað nýja nemendur eftir áramót. Því miður hafa afar fáar umsóknir borist um störf. Mönnun er tæp miðað við þann nemendafjölda sem er í leikskólanum núna. Ekki hefur verið hægt að gefa foreldrum upp dagsetningu á upphafi aðlögunar vegna þessarar stöðu. Þegar náðst hefur að aðlaga nemendur verða 18 börn eftir á biðlista sem munu hafa náð eins árs aldri haustið 2025.
Í Birkilundi eru 10 börn á biðlista, þar af þrjú sem verða eins árs í haust. Tvö börn á biðlista eru með pláss í Tröllaborg á meðan þau bíða eftir plássi í Varmahlíð. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að taka inn börn af biðlistanum fyrr en eftir að nýr leikskóli verður tekinn í notkun í haust.
Í Tröllaborg hafa öll börn sem náð hafa eins árs aldri verið tekin inn. Ef þörf skapast fyrir fleiri nemendur þá þarf að fjölga stöðugildum. Aðeins eitt barn er á biðlista fyrir næsta haust. Eitt barn sem bíður eftir því að komast að í Ársölum mun vera nemandi í Tröllaborg á Hólum þar til það kemst að á Sauðárkróki.
Í Ársölum er staða í starfsmannamálum ekki góð og hefur það hamlað því að geta aðlagað nýja nemendur eftir áramót. Því miður hafa afar fáar umsóknir borist um störf. Mönnun er tæp miðað við þann nemendafjölda sem er í leikskólanum núna. Ekki hefur verið hægt að gefa foreldrum upp dagsetningu á upphafi aðlögunar vegna þessarar stöðu. Þegar náðst hefur að aðlaga nemendur verða 18 börn eftir á biðlista sem munu hafa náð eins árs aldri haustið 2025.
Í Birkilundi eru 10 börn á biðlista, þar af þrjú sem verða eins árs í haust. Tvö börn á biðlista eru með pláss í Tröllaborg á meðan þau bíða eftir plássi í Varmahlíð. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að taka inn börn af biðlistanum fyrr en eftir að nýr leikskóli verður tekinn í notkun í haust.
Í Tröllaborg hafa öll börn sem náð hafa eins árs aldri verið tekin inn. Ef þörf skapast fyrir fleiri nemendur þá þarf að fjölga stöðugildum. Aðeins eitt barn er á biðlista fyrir næsta haust. Eitt barn sem bíður eftir því að komast að í Ársölum mun vera nemandi í Tröllaborg á Hólum þar til það kemst að á Sauðárkróki.
Hjá leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki eru 12 börn á biðlista sem hafa náð eins árs aldri eða verða eins árs í febrúar. Þau börn hefja aðlögun í fyrri hluta febrúar. Þá verða tvö börn tekin inn í mars og apríl og eru þar með öll pláss í Ársölum nýtt, þ.e. þá verða 190 börn skráð í leikskólann.
Í Tröllaborg er búið að aðlaga öll börn sem sóttu um leikskólapláss fyrir áramótin. Á Hofsósi verður eitt barn tekið inn í mars og þá verða engin börn eftir á biðlista. Á Hólum hafa tvö börn nýlokið aðlögun. Eitt barn er á biðlista sem vonir standa til að hægt verði að bjóða leikskólapláss í vor.
Leikskólinn Birkilundur í Varmahlíð er fullsetinn og ekki hægt að taka inn fleiri börn í vetur. Í haust verður hægt að taka inn 10 börn í stað þeirra sem hefja grunnskólagöngu en þá er útlit fyrir að fimm börn verði eftir á biðlista sem öll hafa náð eins árs aldri í haust. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í vor við byggingu nýs leikskóla í Varmahlíð en þangað til hann verður tekinn í notkun er fyrirséð að börnum bjóðist ekki leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi foreldra. Nefndin felur starfsfólki að auglýsa eftir dagforeldrum í Varmahlíð og kanna kosti og galla þess að skólahópur verði staðsettur í húsnæði Varmahlíðarskóla sem tilraunaverkefni þar til nýr leikskóli hefur starfsemi.