Samráð; Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Málsnúmer 2401213
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 84. fundur - 14.02.2024
Málið áður tekið fyrir á 81. fundi byggðarráðs Skagafjarðar.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:
Í reglugerðinni eru gerðar kröfur til bænda umfram aðra landnotendur, m.a. um að hætta að nýta landið í ákveðnu ástandi og bæta land langt umfram það sem þeir hugsanlega raska með sinni nýtingu.
Byggðarráð fagnar því að ekki sé ætlunin að gengið sé á auðlindir landsins en undrast um leið hvað þau viðmið sem byggt er á eru óljós. Í 2. gr. 18. lið reglugerðarinnar segir: „Vistgeta ræðst af loftslagi, landslagi og þeim jarðvegi sem þar ætti að ríkja og endurspeglar hvert ástand lands ætti að vera væri hnignun ekki til staðar.“ Ekki eru færð rök fyrir hvers vegna hugtakið vistgeta er notað en það virðist vera tilgáta um hvað vistkerfið ætti að geta. Gengið er út frá að hnignun sé til staðar og má spyrja hvort það sé eðlilegur útgangspunktur? Ekki kemur fram frá hvaða tímapunkti hnignunin varð eða við hvað er miðað. Það væri mjög til bóta ef nýtt kerfi myndi byggjast á rannsóknum um áhrif beitar á Íslandi en því miður virðast þær ekki hafa verið framkvæmdar í tugi ára. Upplýsingar um nýtingu beitarlanda samhliða ástandsmati væru ákjósanlegur grunnur til að byggja á skilvirkari aðferðafræði til beitarstjórnunar. Slík aðferðafræði hefur verið notuð í Noregi um árabil og gefist vel. Bændur hafa bent á mikilvægi þess að samhliða ástandsmati sé horft til beitarframboðs og beitarnýtingar. Engir mælikvarðar eru settir fram sem lýsa því hvort land sé í jafnvægi eða framför.
Í 6. gr. er fjallað um beitiland og hverjir kostir þess eiga að vera. Þar er vísað í töflu 2 í viðauka I. Í henni er fjallað um mælivísa sem eru að mestu huglægir og erfitt að festa fingur á hvað er átt við og hvernig eigi að mæla eða vakta þessa þætti. Í viðauka I með reglugerðinni er sett fram krafa um að land með minna en 20% æðplöntuþekju, yfir 600 m hæð og yfir 30° halla skuli ekki nýtt til beitar. Ekki verður séð að nokkur skynsamleg rök séu fyrir þessu en land sem þetta má finna víðsvegar inn til fjalla og á svæðum sem geta verið mjög vel gróinn í dölum eða öðrum fjallshlíðum í kring. Algjörlega óraunhæft er að gera kröfu um að áðurnefnd svæði verði girt af vegna kostnaðar og aðstæðna á allan hátt. Slíkar kröfur koma til með að hafa miklar afleiðingar og m.a. á starfsskilyrði sauðfjárbænda í Skagafirði. Byggðarráð telur að leggja þurfi meiri vinnu í útfærslu á mæliaðferðum við mat á framvindu gróðurs og jarðvegs á hverju svæði fyrir sig. Allar verklagsreglur um slíkt þurfa að vera skýrar svo auðvelt sé að meta raunverulegar breytingar í gróðurþekju og samsetningu gróðurtegunda á svæðunum.
Í íslenskri stjórnsýslu er skilið á milli löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Í þessari reglugerð og í þeim lögum sem hún byggir á er Land og skógur í öllum þessum hlutverkum. Þetta verður að teljast óeðlilegt stjórnsýsla og ekki síst í ljósi þess að mjög óljóst er við hvaða land á að miða þegar talað er um breytingar á landi til hnignunar eða bætingar.
Eins vill Byggðarráð benda á að mjög umfangsmiklir og efnismiklir viðaukar fylgja frumvarpinu þar sem mjög margar takmarkanir og kröfur eru gerðar um ýmsa hluti. Stórt spurningarmerki er sett um að hafa viðaukana jafn umfangsmikla og gert er en í þeim eru allskonar kröfur lagðar fram, eins og t.d. að skylt verði að plægja niður hálm í akra, sem bændur geta ekki sætt sig við og fleira mætti nefna.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum sínum að því að reglugerðin hafði áhrif á hinar dreifðu byggðir landsins og áhrif hennar hafi ekki verið metin út frá þeim þætti. Landbúnaður og störf honum tengd eru mörg og mikilvæg í Skagafirði. Það er alveg ljóst að grundvöllur sauðfjárbúskapar á stórum svæðum í Skagafirði er brostinn nái drögin fram að ganga, þar sem ekki er hægt að uppfylla skilyrði um sjálfbæra landnýtingu eins og þau eru lögð fram.
Á sama tíma og rætt er um mikilvægi fjölbreyttra starfa og byggðastefnu er undarlegt að þessi reglugerð sé lögð fram.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ná þarf betri skilningi og sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti. Byggðarráð leggur því til að reglugerðin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og áhrif hennar greind betur áður en lengra er haldið og ný drög unnin með aðkomu allra þeirra sem nýta landið í dag.
Byggðarráð vekur einnig athygli á að gerð er krafa til nýrra laga og reglugerða um að kostnaður við innleiðingu þeirra sé metinn og að það liggi fyrir hver myndi bera þann kostnað. Innleiðing reglugerðarinnar liggur heldur ekki ljós fyrir.
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024, "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:
Í reglugerðinni eru gerðar kröfur til bænda umfram aðra landnotendur, m.a. um að hætta að nýta landið í ákveðnu ástandi og bæta land langt umfram það sem þeir hugsanlega raska með sinni nýtingu.
Byggðarráð fagnar því að ekki sé ætlunin að gengið sé á auðlindir landsins en undrast um leið hvað þau viðmið sem byggt er á eru óljós. Í 2. gr. 18. lið reglugerðarinnar segir: „Vistgeta ræðst af loftslagi, landslagi og þeim jarðvegi sem þar ætti að ríkja og endurspeglar hvert ástand lands ætti að vera væri hnignun ekki til staðar.“ Ekki eru færð rök fyrir hvers vegna hugtakið vistgeta er notað en það virðist vera tilgáta um hvað vistkerfið ætti að geta. Gengið er út frá að hnignun sé til staðar og má spyrja hvort það sé eðlilegur útgangspunktur? Ekki kemur fram frá hvaða tímapunkti hnignunin varð eða við hvað er miðað. Það væri mjög til bóta ef nýtt kerfi myndi byggjast á rannsóknum um áhrif beitar á Íslandi en því miður virðast þær ekki hafa verið framkvæmdar í tugi ára. Upplýsingar um nýtingu beitarlanda samhliða ástandsmati væru ákjósanlegur grunnur til að byggja á skilvirkari aðferðafræði til beitarstjórnunar. Slík aðferðafræði hefur verið notuð í Noregi um árabil og gefist vel. Bændur hafa bent á mikilvægi þess að samhliða ástandsmati sé horft til beitarframboðs og beitarnýtingar. Engir mælikvarðar eru settir fram sem lýsa því hvort land sé í jafnvægi eða framför.
Í 6. gr. er fjallað um beitiland og hverjir kostir þess eiga að vera. Þar er vísað í töflu 2 í viðauka I. Í henni er fjallað um mælivísa sem eru að mestu huglægir og erfitt að festa fingur á hvað er átt við og hvernig eigi að mæla eða vakta þessa þætti. Í viðauka I með reglugerðinni er sett fram krafa um að land með minna en 20% æðplöntuþekju, yfir 600 m hæð og yfir 30° halla skuli ekki nýtt til beitar. Ekki verður séð að nokkur skynsamleg rök séu fyrir þessu en land sem þetta má finna víðsvegar inn til fjalla og á svæðum sem geta verið mjög vel gróinn í dölum eða öðrum fjallshlíðum í kring. Algjörlega óraunhæft er að gera kröfu um að áðurnefnd svæði verði girt af vegna kostnaðar og aðstæðna á allan hátt. Slíkar kröfur koma til með að hafa miklar afleiðingar og m.a. á starfsskilyrði sauðfjárbænda í Skagafirði. Byggðarráð telur að leggja þurfi meiri vinnu í útfærslu á mæliaðferðum við mat á framvindu gróðurs og jarðvegs á hverju svæði fyrir sig. Allar verklagsreglur um slíkt þurfa að vera skýrar svo auðvelt sé að meta raunverulegar breytingar í gróðurþekju og samsetningu gróðurtegunda á svæðunum.
Í íslenskri stjórnsýslu er skilið á milli löggjafavalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Í þessari reglugerð og í þeim lögum sem hún byggir á er Land og skógur í öllum þessum hlutverkum. Þetta verður að teljast óeðlilegt stjórnsýsla og ekki síst í ljósi þess að mjög óljóst er við hvaða land á að miða þegar talað er um breytingar á landi til hnignunar eða bætingar.
Eins vill Byggðarráð benda á að mjög umfangsmiklir og efnismiklir viðaukar fylgja frumvarpinu þar sem mjög margar takmarkanir og kröfur eru gerðar um ýmsa hluti. Stórt spurningarmerki er sett um að hafa viðaukana jafn umfangsmikla og gert er en í þeim eru allskonar kröfur lagðar fram, eins og t.d. að skylt verði að plægja niður hálm í akra, sem bændur geta ekki sætt sig við og fleira mætti nefna.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum sínum að því að reglugerðin hafði áhrif á hinar dreifðu byggðir landsins og áhrif hennar hafi ekki verið metin út frá þeim þætti. Landbúnaður og störf honum tengd eru mörg og mikilvæg í Skagafirði. Það er alveg ljóst að grundvöllur sauðfjárbúskapar á stórum svæðum í Skagafirði er brostinn nái drögin fram að ganga, þar sem ekki er hægt að uppfylla skilyrði um sjálfbæra landnýtingu eins og þau eru lögð fram.
Á sama tíma og rætt er um mikilvægi fjölbreyttra starfa og byggðastefnu er undarlegt að þessi reglugerð sé lögð fram.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að ná þarf betri skilningi og sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti. Byggðarráð leggur því til að reglugerðin verði tekin til gagngerrar endurskoðunar og áhrif hennar greind betur áður en lengra er haldið og ný drög unnin með aðkomu allra þeirra sem nýta landið í dag.
Byggðarráð vekur einnig athygli á að gerð er krafa til nýrra laga og reglugerða um að kostnaður við innleiðingu þeirra sé metinn og að það liggi fyrir hver myndi bera þann kostnað. Innleiðing reglugerðarinnar liggur heldur ekki ljós fyrir.
Landbúnaðarnefnd - 15. fundur - 15.02.2024
Lögð fram til kynningar umsögn byggðarráðs Skagafjarðar frá 84. fundi ráðsins, um mál í Samráðsgátt stjórnvalda, nr. 3/2024, þar sem Matvælaráðuneytið kynnir "Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu". Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur og er til og með 20.02. 2024.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn um málið frá stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga.