Starfshópur um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði
Málsnúmer 2402112
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 23. fundur - 14.02.2024
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
Byggðarráð Skagafjarðar - 85. fundur - 21.02.2024
Erindinu vísað til byggðarráðs frá 23. fundi fræðslunefndar, þannig bókað:
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Hópurinn er skipaður kjörnum fulltrúum fræðslunefndar og með honum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Hópurinn skal kalla inn eftir þörfum alla hlutaðeigandi fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda beggja skólastiga. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum í formi skýrslu fyrir 1. mars 2025.
Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Hópurinn er skipaður kjörnum fulltrúum fræðslunefndar og með honum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Hópurinn skal kalla inn eftir þörfum alla hlutaðeigandi fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda beggja skólastiga. Hópurinn skal skila af sér niðurstöðum í formi skýrslu fyrir 1. mars 2025.