Fara í efni

Fræðslunefnd

23. fundur 14. febrúar 2024 kl. 16:15 - 17:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Kristófer Már Maronsson formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Óskar G. Björnsson skólastjóri grunnskóla
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Dagný Huld Gunnarsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Ragnar Helgason Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for education í grunnskólastarfi

Málsnúmer 2401187Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Persónuvernd er varðar ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi í kjölfar úttekta á notkun fimm sveitarfélaga á nemendakerfi Google, Google, Workspace for Education, í grunnskólastarfi.

2.Kynning á rannsókn og upplýst samþykki

Málsnúmer 2401222Vakta málsnúmer

Agnieszka Aurelia Korpak, meistaranemi í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands óskar eftir samþykki fræðslunefndar fyrir framkvæmd rannsóknar og fyrir því að gera starfsfólki kleift að taka þátt í rannsókn á vinnutíma. Rannsóknin snýr að því hvernig kennarar og leikskólastarfsmenn skynja áhuga sinn á tónlist. Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti með fyrirvara um að skólastjórnendur komi því fyrir í starfsemi leikskólanna.

3.Fundargerðir skólaráðs Árskóla 2023-24

Málsnúmer 2310247Vakta málsnúmer

Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 7. febrúar 2024 lögð fram til kynningar.

4.Hádegisverður í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 2402092Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sérfræðingi á fjölskyldusviði þar sem fram kemur núverandi kostnaður við rekstur mötuneyta í leik- og grunnskólum á Sauðárkróki. Nefndin felur starfsfólki að stilla upp sviðsmyndum um hvernig mætti leysa hádegisverð í Ársölum og Árskóla og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

5.Yfirlit reksturs málaflokks 04 á fjórða ársfjórðungi 2023

Málsnúmer 2402104Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir rekstur fræðslumála á fjórða ársfjórðungi 2023 lagt fram til kynningar.

6.Kveikjum neistann

Málsnúmer 2402110Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að skipuleggja kynningu á þróunarverkefninu Kveikjum neistann sem  Grunnskóli Vestmannaeyja fór af stað með haustið 2021 og bjóða sveitarstjórnarfulltrúum ásamt skólastjórnendum og kennurum á kynninguna.

7.Spretthópur um nýja nálgun í leikskólamálum

Málsnúmer 2402111Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga. Horfa má til nýlegra breytinga hjá m.a. Kópavogi, Garðabæ og Akureyri hvað þetta varðar og reynslunnar af þeim. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, starfsmanna og stjórnenda úr hverjum leikskóla í spretthópinn ásamt öðrum fulltrúum sem byggðarráð telur nauðsynlegt að séu í hópnum. Niðurstaða hópsins verður birt í skýrslu sem dregur fram kosti og galla við mismunandi aðgerðir ásamt kostnaðarmati.

8.Starfshópur um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði

Málsnúmer 2402112Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til við byggðarráð að skipa starfshóp um stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði. Starfshópnum skal ætlað að skoða verkefni stjórnenda og möguleikann á frekari samvinnu eða verkaskiptingu með það að markmiði að bæta þjónustu við börn, starfsfólk og foreldra. Nefndin beinir því til byggðarráðs að skipa a.m.k. einn fulltrúa foreldra, einn fulltrúa starfsmanna hvors skólastigs og einn fulltrúa stjórnenda hvors skólastigs. Niðurstaða starfshópsins skal vera birt í skýrslu sem dregur fram mögulegar breytingar í stjórnun leik- og grunnskóla í Skagafirði ásamt kostum og göllum hvers fyrirkomulags, en tilgangurinn er ekki að fækka starfsstöðvum eða sameina þær.

9.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2024

Málsnúmer 2401164Vakta málsnúmer

Eitt mál lagt fyrir og fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:50.