Vetrarþjónusta á heimreiðum
Málsnúmer 2402219
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 10. fundur - 05.09.2024
Farið yfir hvernig vetrarþjónustu heimreiða í sveitarfélaginu er háttað og lögð fram gögn um þjónustu og kostnað síðustu þriggja ára sem hefur vaxið umtalsvert. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að vinna drög að reglum um nýtt fyrirkomulag í samræmi við umræður fundarins.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Margeir Friðriksson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 11. fundur - 19.09.2024
Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti drög að reglum um nýtt fyrirkomulag snjómokstrar á heimreiðum. Landbúnaðar- og innviðanefnd frestar afgreiðslu og samþykkir samhljóða að málið verði unnið áfram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13. fundur - 17.10.2024
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 19. september 2024 og var samþykkt að vinna málið áfram. Núverandi reglur kveða á um að sveitarfélagið greiði fyrir tvo snjómokstra á vetri. Málið rætt í nefndinni, þar á meðal að þrengja skilyrði fyrir mokstri verulega. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 14. fundur - 31.10.2024
Fyrir liggur að þjónusta sem þessi er ekki lögbundið skylduverkefni sveitarfélaga ásamt því að allmargir þjónustuaðilar um allan fjörð eru tilbúnir að moka heimreiðar fyrir þá sem þess óska gegn gjaldi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að fella niður réttindi til moksturs heimreiða sem nemur tveimur mokstrum á vetri hverjum. Þeir sem þurfa mokstur á félagslegum forsendum eða vegna heilsufarslegra vandamála geta hins vegar áfram sótt um mokstur heimreiða í dreifbýli, að hámarki 2 sinnum á vetri, til umhverfis og landbúnaðarfulltrúa sem metur þá þörfina í samráði við félagsþjónustu sveitarfélagsins. Nýtt fyrirkomulag verði endurskoðað að ári. Fulltrúi VG og óháðra Hildur Magnúsdóttir óskar bókað að hún situr hjá.
Samþykkt með þremur atkvæðum.