Fara í efni

Reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu

Málsnúmer 2404050

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 29. fundur - 17.12.2024

Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.