Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

29. fundur 17. desember 2024 kl. 08:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Frístundaakstur

Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótarfrístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

2.Styrkbeiðni Stígamót

Málsnúmer 2410332Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum vegna starfsemi samtakanna fyrir árið 2025. Nefndin telur sér ekki fært að veita styrk að þessu sinni en óskar Stígamótum alls góðs í störfum sínum.

3.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir ráðsins þ.e. 29., 30. og 31. fundargerð fagráðs.

4.Reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu

Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.

5.Fundir félagsmála- og tómstundanefndar vorið 2025

Málsnúmer 2412045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2025, sem eru eftirfarandi: 6. febrúar, 6. mars, 3. apríl, 8. maí og 5. júní. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.

Fundi slitið.