Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Strenglögn Gönguskörð og Reykjaströnd í Skagafirði 2025
Málsnúmer 2501194Vakta málsnúmer
2.Grenndarkynning - Sjóvörn á Hofsósi, Þangstaðir
Málsnúmer 2501136Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá skipulagsfulltrúa Skagafjarðar dagsett 10. janúar 2025 um grenndarkynningu. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar og/eða athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd við Sjóvörn á Hofsósi. Um er að ræða 150 m nýja sjóvörn neðan við Suðurbraut en Vegagerðin hefur unnið að útfærslu sjóvarnargarðsins í samráði við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við umrædda framkvæmd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við umrædda framkvæmd.
3.Leiga og sala hólfa við Hofsós
Málsnúmer 2409226Vakta málsnúmer
Málið var áður á dagskrá 117. fundar byggðarráðs þann 18. október sl.
Hólf 23 við Hofsós var á síðasta ári boðið til sölu en ákveðið var að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólfið. Málið hefur verið skoðað nánar og nú liggur fyrir verðmat Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni ehf upp á 300.000 krónur á hektarann.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 23 við Hofsós til sölu.
Hólf 23 við Hofsós var á síðasta ári boðið til sölu en ákveðið var að hafna öllum innkomnum kauptilboðum í hólfið. Málið hefur verið skoðað nánar og nú liggur fyrir verðmat Magnúsar Leópoldssonar fasteignasala hjá Fasteignamiðstöðinni ehf upp á 300.000 krónur á hektarann.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa hólf 23 við Hofsós til sölu.
4.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2501208Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók
5.Reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu
Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar frá 17. desember sl., þannig bókað:
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um hæfingu og dagþjónustu, reglurnar grundvallast á 24. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna fatlaðs fólks og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 12:42.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag um fyrirhugaða framkvæmd.