Byggðarráð Skagafjarðar - 93
Málsnúmer 2404055F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 27. fundur - 15.05.2024
Fundargerð 93. fundar byggðarráðs frá 17. apríl 2024 lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Málið áður tekið fyrir á 91. fundi byggðarráðs.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til fundarins kom Halldór Gunnlaugsson frá Álfakletti sem er rekstraraðili tjaldstæða í eigu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær véku af fundi undir afgreiðslu málsins. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lögð fram skýrsla KPMG frá 15. apríl 2024 varðandi stjórsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lögð fram beiðni um nýjan fulltrúa starfsmanna leikskólans Birkilundar í Varmahlíð inn í spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum. Nýr fulltrúi í stað Evu Daggar Sigurðardóttur yrði Linda Björnsdóttir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Lindu Björnsdóttur í hópinn. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagt fram erindi frá stjórnarformanni Bjarmahlíðar, þolendamiðstöðvar á Akureyri, dags. 3. apríl 2024, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs miðstöðvarinnar í tilefni af 5 ára starfsafmæli samtakanna. Miðstöðin er fjármögnuð frá ári til árs með aðkomu fjárlaganefndar Alþingis og hefur ekki komist á fjárlög.
Því miður er byggðarráði ekki unnt að styrkja verkefnið á fjárhagsárinu 2024 og samþykkir byggðarráð því samhljóða að hafna erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagður fram tölvupóstur frá Fasteignasölu Sauðárkróks, dags. 12. apríl 2024, þar sem fjallað er um ástand fasteignarinnar Lækjarbakka 5, sem sveitarstjórn tók ákvörðun um sölu á, 17. janúar 2024. Í ljós hefur komið að þak bílskúrsins er í talsvert verra ástandi en hægt var að gera sér grein fyrir og hefur kaupandi farið fram á afslátt af lokagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að falla frá lokagreiðslu að upphæð 1. m.kr.
Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Málið áður tekið fyrir á 92. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla enn frekari gagna. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Fjallað um tillögur úr skýrslu HLH ráðgjafar. Byggðarráð samþykkir samhljóða að vinna áfram að innleiðingu tillagna úr skýrslunni og fjalla um framgang þeirra með reglubundnum hætti. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 93 Lagt fram til kynningar svarbréf frá Óbyggðanefnd til fjármála- og efnahagsráðherra, dags. 10. apríl 2024, þar sem svarað er ósk ráðherra um að Óbyggðanefnd fresti frekari málsmeðferð á svæði 12, eyjum og skerjum, og veiti ráðherra frest til að endurskoða kröfur ríkisins. Í kjölfarið verði landeigendum veittur frekari frestur til að lýsa sínum kröfum.
Í svarbréfi Óbyggðanefndar kemur fram að hún hafi þegar framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda til 2. september 2024 og því hafi ráðherra svigrúm til að endurskoða kröfugerð ríkisins innan þess tíma. Verði þeirri endurskoðun ekki lokið innan hæfilegs tíma kemur til greina af hálfu Óbyggðanefndar að framlengja frestinn enn frekar til að tryggja að hugsanlegir gagnaðilar ríkisins hafi nægan tíma til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa kröfum sínum fyrir Óbyggðanefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 93. fundar byggðarráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 15. maí 2024 með níu atkvæðum.