Laugardaginn 20. apríl sl. voru miklar leysingar í Skagafirði og hafði Veðurstofa Íslands m.a. gefið út gula viðvörun vegna rigninga og asahláku á Norðurlandi vestra. Í leysingunum fór gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki undir vatn að stórum hluta þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir sem gerðar voru ofan við völlinn dagana á undan sem fólust m.a. í rásum sem útbúnar voru til að beina leysingavatni frá vellinum. Gervigrasvöllurinn, sem tekinn var í notkun fyrir sex árum, er hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum og getur það tekið um einn til tvo sólarhringa fyrir svona mikið vatn að fara af vellinum. Við fyrrgreindar leysingar og í aðgerðum sem framkvæmdar voru til að ná vatni af vellinum er ljóst að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum.
Fyrirliggjandi eru drög að tilboði frá Metatron um viðgerð á vellinum. Er áætlaður kostnaður um 11 m.kr., fyrir utan förgunarkostnað, en í kjölfarið fer fram endurnýjun á 550 fermetrum af gervigrasi á vellinum í samræmi við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Fyrirliggjandi eru drög að tilboði frá Metatron um viðgerð á vellinum. Er áætlaður kostnaður um 11 m.kr., fyrir utan förgunarkostnað, en í kjölfarið fer fram endurnýjun á 550 fermetrum af gervigrasi á vellinum í samræmi við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna fyrirhugaðra framkvæmda.