Fara í efni

Neðri-Ás 2 land 3 (L223410) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2404245

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 49. fundur - 02.05.2024

Svanbjörn Jón Garðarsson þinglýstur eigandi Neðri Ás L223410 óskar eftir heimild til að stofna 1.320 m2 spildu úr landi jarðarinnar Neðri Ás 2 land 3 (L223410) sem Ásvegur 19, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem sumarbússtaðarland (60). Landheiti vísar til deiliskipulagstillögu sem er í vinnslu fyrir svæðið.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptunum.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki.

Merkjalýsing ásamt fylgiskjölum skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 unnin hjá Kollgátu ehf arkitektastofu af Valþór Guðnýjar Brynjarssyni er fylgiskjal með umsókn. Stofnað hefur verið mál með málsnúmer M000092 hjá Landeignaskráningu HMS, landeignaskraning.hms.is.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrirlagt.