Byggðarráð Skagafjarðar - 97
Málsnúmer 2405006F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024
Fundargerð 97. fundar byggðarráðs frá 15. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Liðir 1.2, 1.3 og 1.4 voru afgreiddir á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, mætti undir þessum dagskrárlið til að ræða málefni Háskólans á Hólum og hugsanlegrar háskólasamstæðu með Háskóla Íslands, ásamt uppbyggingu á Hólum og Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins.
Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskóli í Varmahlíð, uppsteypa og utanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 24. apríl sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Uppsteypa ehf. átti lægsta tilboð sem nam 122,3% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar var auglýst að nýju laus til umsóknar 25. mars 2024. Alls bárust 4 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust. Eftir ítarlegt mat er sameiginleg niðurstaða þeirra sem komu að ráðningarferlinu að Baldur Hrafn Björnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri á rekstrarsviði Tryggingastofnunar ríkisins, sé hæfastur til að gegna starfi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Baldur Hrafn Björnsson verði ráðinn sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að eftirfarandi gjaldskrár verði teknar upp fyrir árið 2024 og þeir liðir er sérstaklega varða barnafjölskyldur hækki um 3,0% frá árinu 2023 í stað 4,9% og taki breytingarnar gildi þann 1. júní nk., með þeim fyrirvara að niðurstaða kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög starfsmanna sveitarfélagsins verði í takt við kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Þær gjaldskrár sem breytingarnar hafa áhrif á eru:
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Gjaldskrá Árvistar og dvöl utan skólatíma í öðrum grunnskólum
Byggðarráð samþykkir einnig samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna gjaldskrárbreytinganna.
Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs var afgreidd á 27. fundi sveitarstjórnar þann 15. maí 2024. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Laugardaginn 20. apríl sl. voru miklar leysingar í Skagafirði og hafði Veðurstofa Íslands m.a. gefið út gula viðvörun vegna rigninga og asahláku á Norðurlandi vestra. Í leysingunum fór gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki undir vatn að stórum hluta þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir sem gerðar voru ofan við völlinn dagana á undan sem fólust m.a. í rásum sem útbúnar voru til að beina leysingavatni frá vellinum. Gervigrasvöllurinn, sem tekinn var í notkun fyrir sex árum, er hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum og getur það tekið um einn til tvo sólarhringa fyrir svona mikið vatn að fara af vellinum. Við fyrrgreindar leysingar og í aðgerðum sem framkvæmdar voru til að ná vatni af vellinum er ljóst að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum.
Fyrirliggjandi eru drög að tilboði frá Metatron um viðgerð á vellinum. Er áætlaður kostnaður um 11 m.kr., fyrir utan förgunarkostnað, en í kjölfarið fer fram endurnýjun á 550 fermetrum af gervigrasi á vellinum í samræmi við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa gerð viðauka vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Að undangenginni auglýsingu og í kjölfar samþykktar á 77. fundi byggðarráðs um að ganga til viðræðna við Sótahnjúk ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum til 31. desember 2026 eru lög fram drög að nýjum samningi á milli Skagafjarðar og Sótahnjúks ehf.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög samhljóða og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun samninga. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Erindinu vísað frá 27. fundi fræðslunefndar Skagafjarðar, 8. maí 2024, þannig bókað:
"Fræðslunefnd barst á síðasta fundi sínum áskorun frá Umboðsmanni barna um að huga að hljóðvist í leik- og grunnskólum. Góð hljóðvist í skólaumhverfi barna eykur gæði náms, bætir námsárangur, einbeitingu, félagslega- og andlega líðan barna og starfsfólks og hefur jákvæð áhrif á skólastarf almennt. Fræðslunefnd beinir því til byggðarráðs að á næstu misserum verði gerð úttekt á hljóðvist og lýsingu í skólum Skagafjarðar ásamt því að úttektaraðili geri tillögu að úrbótum þar sem þörf er á. Fræðslunefnd óskar eftir því að fá kynningu á úttektinni þegar henni er lokið."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að leita tilboða í úttekt á hljóðvist í leik- og grunnskólum og felur sveitarstjóra að setja málið í ferli með það að markmiði að niðurstöður liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Erindinu vísað frá 22. fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar, 24. apríl 2024, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög og vísar þeim til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykki drög að reglum um þjónustukort í sundlaugar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um þjónustukort í sundlaugar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 97 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2024, "Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu". Umsagnarfrestur er til og með 20.05.2024.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að óska eftir umsögn frá Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 97. fundar byggðarráðs staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.