Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3

Málsnúmer 2405007F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Fundargerð 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 16. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Undir þessum dagskrárlið mæta Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Þorsteinn Þorvarðarson starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra til að ræða úrræði sem hægt er að beita til fegrunar umhverfis. Tilefnið eru Umhverfisdagar Skagafjarðar 7.-14. júní næstkomandi.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir að skora á fyrirtæki og einstaklinga til sjávar og sveita að taka til og fegra sitt nærumhverfi. Jafnframt minnum við á að einstaklingar geta losað sig við úrgang gjaldfrjálst á móttökustöðvum sveitarfélagsins. Jafnframt ákveðið að skrifa þeim aðilum sem leigja aðstöðu á gámasvæðum sveitarfélagsins og skora á þá að fegra sitt svæði. Nefndin felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna fer yfir fimm ára verkáætlun kaldavatnsframkvæmdir í Skagafirði með nefndarmönnum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fá fulltrúa frá Orkustofnun á næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Kári Gunnarsson fór yfir stöðu umsókna frá fjallskilanefndum og skil á ársreikningum deildanna.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að ekki verði afgreiddar beiðnir um fjárstuðning vegna ársins 2024 hafi umbeðin gögn ekki borist fyrir 15. júní, nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum..
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Ábendingar berast alltaf við og við til sveitarfélagsins um lausagöngu hunda í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins og óánægju fólks vegna óþrifnaðar af þeirra völdum.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd vill árétta gildandi samþykkt sveitarfélagsins um lausagöngu hunda í þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins og hvetur gæludýraeigendur að kynna sér hana og fara eftir henni til að umgengni verði sem best. Samþykktina er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 3 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.