Skipulagsnefnd - 51
Málsnúmer 2405025F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024
Fundargerð 51. fundar skipulagsnefndar frá 30. maí 2024 lögð fram til afgreiðslu á 28. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil á Sauðárkróki, mál nr. 515/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/515) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Aðalskipulagsbreytingin var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 24 umsagnir á auglýsingatímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á aðalskipulagsbreytingu fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir afþreyingar- og ferðamannasvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil, mál nr. 516/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/2023/516) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Deiliskipulagstillagan var í auglýsingu frá 13.03.2024 til 16.05.2024 og bárust 42 umsagnir á auglýsingatímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hætta við frekari vinnslu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðið við Sauðárgil þar sem mikil andstaða kom fram en umrætt svæði er afþreyingar- og ferðamannasvæði í gildandi aðalskipulagi og þá samþykkt án athugasemda. Skipulagsnefnd mun nú skoða fleiri kosti fyrir fyrirhugað tjaldsvæði á Sauðárkróki og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 8. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að byggja við núverandi hátæknifjós á jörðinni Gili, L145930. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi, uppdrættir númer 100, 101, 102, 103, 104 og 105, dagsettir 29.04.2024.
Fyrirliggja umsagnir lóðarhafa lóða með landnúmer 203243, 145933 og 219239 þar sem fram kemur að ekki séu gerðar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda skv. framlögðum gögnum.
Fyrirliggur greinargerð aðalhönnuðar þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:
“Viðbygging sem sótt er um er á skilgreindu landbúnaðarsvæði skv. ákvæðum Aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Fyrirhuguð bygging er að mestu leyti á þegar röskuðu landi og skerðir því ekki ræktað land. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulagsins, þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðrar núverandi landbúnaðarbyggingar og jafnframt nýtast núverandi innviðir áfram. Ekki er verið að fjölga byggingum þar sem um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi og sem ekki er talið að hafi verulega mengun eða umhverfisáhrif í för með sér. Jafnframt segir í fyrrgreindum kafla: „Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarða án deiliskipulags ef umfang og/eða aðstæður gefa tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.“ Hér er sótt um viðbyggingu við núverandi fjósbyggingu sem er grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform stuðla að aukinni velferð dýra á búinu með auknu rými og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð viðbygging samrýmist einnig yfirbragði og ásýnd staðarins, efnis- og litavali og hafi hvorki neikvæð umhverfisáhrif né veruleg ásýndaráhrif frá þjóðvegi.?
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og að byggingarfulltrúi veiti umbeðið byggingarleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gil L145930 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 51 Magnús Eiríksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lynghóll, landnúmer L146877 óskar eftir heimild til að stækka núverandi byggingarreit úr 806,5 m² í 3134,7 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki nr. 78891004 útg. 10. maí 2024. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni.
Um er að ræða stækkun á byggingarreit og er stefnt að 25 m² viðbyggingu við núverandi 22,9 m² geymsluhús. Hámarksbyggingarmagn verður 500 m² og hámarksbyggingarhæð verður 5 m frá gólfi í mæni.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lynghóll L146877 - Umsókn um stækkun á byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 51 Þröstur Magnússon f.h. Myndunar ehf. og Pétur Örn Jóhannsson f.h. Áka Bifreiðarþjónustu sf. óska eftir iðnaðarlóð á Sauðárkróki fyrir fyrihugaða nýbyggingu fyrirtækja þeirra. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umsókninni.
Skipulagsnefnd fagnar erindinu, en bendir á að í gangi er deiliskipulagsvinna fyrir umbeðið svæði og verða lóðir auglýstar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins þegar þar að kemur.
Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Gunnar Freyr Gunnarsson segir sig frá lóðinni Nestún 7 með tölvupósti dags. 21.05.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að lóðarumsókn dags. 09.04.2024 fyrir Nestún 7 sé dregin til baka. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Tvær nafnlausar ábendingar bárust í gegnum heimasíðu Skagafjarðar þann 6. maí síðastliðinn varðandi vöntun á hundagerði á Hofsósi og kostur væri að hafa ruslatunnur, umgengisreglur, borð og bekki líkt og er við hundasvæðið í Borgargerði á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa málinu áfram til landbúnaðar- og innviðanefndar til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 51 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 38 þann 08.05.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 51 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 39 þann 24.05.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 51. fundar skipulagnefndar staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar 19. júní 2024 með níu atkvæðum.